Einnig hafa verið sögusagnir um að hann eigi í ástarsambandi við 38 ára konu en sjálfur verður Pútín sjötugur í október. Einnig hafa verið uppi sögusagnir um að hann eigi eina dóttur til viðbótar og í tengslum við afhjúpun leynilegra bankaskjala á síðasta ári kom fram að hún ætti íbúð í Monte Carlo og væri hún að verðmæti sem svarar til um 600 milljóna íslenskra króna.
En Pútín er greinilega umhugað um fjölskyldu sína því hann er sagður hafa komið henni fyrir á öruggum stað eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það segir rússneski stjórnmálafræðingurinn og fyrrum prófessor, Valery Solovey, sem segist hafa upplýsingar um þetta úr innsta hring í Kreml.
Í myndbandi segir hann að fjölskylda forsetans hafi verið flutt í sérhannað neðanjarðarbyrgi í Síberíu um helgina. Það er sérhannað til að standa kjarnorkustríð af sér. Solovey segir að byrgið sé í fjöllum í Altaj í Síberíu.
„Í raun er þetta ekki neðanjarðarbyrgi, heldur heill neðanjarðarbær búinn nýjustu tækni og þekkingu,“ segir Solovey.
Daily Mail hefur eftir sjónarvottum að margar loftrásir séu í jörðinni á þessu svæði. Auk þess liggur háspennulína þangað en hún getur flutt nægan straum fyrir heilan bæ.