Þetta skrifaði úkraínska innanríkisráðuneytið á skilaboðaþjónustunni Telegram í dag og vísar í tölur frá landamæraeftirlitinu.
„Við erum stolt af löndum okkar,“ skrifar ráðuneytið á Telgram að sögn The Kyiv Independent.
Fram kemur að flestir þeirra sem hafa snúið heim séu karlmenn. Berlingske segir að pólska landamæraeftirlitið hafi staðfest að rúmlega 22.000 manns hafi farið til Úkraínu síðan stríðið hófst.