fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Sverrir Einar hættur að selja rússneskt áfengi í Nýju Vínbúðinni – Skoðað hvort lög heimili ÁTVR hið sama

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 13:00

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja Vínbúðin, sem athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson á og rekur, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Áður mátti finna nokkrar tegundir af vodka í versluninni, meðal annars Smirnoff og Imperia, sem koma frá Rússlandi. Þessar vörur, og þá sérstaklega Smirnoff vodkinn, hafa notið töluverðra vinsælda í vefverslun Nýju Vínbúðarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Ákvörðunin um að fjarlægja vörurnar úr sölu er tekin í þeim tilgangi að mótmæla tilefnislausri innrás rússneskra hersins inn í Úkraínu. Áfram verður boðið upp á rúmlega 20 vörutegundir af vodka frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Lettlandi og Íslandi og á næstu dögum verða fleiri tegundir kynntar til sögunnar.

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kom fram að það ákvörðun um hvort að ÁTVR hætti sölu á rússnesku áfengi sé undir ráðherra komið. „Við vit­um af þessu og erum að skoða hvort við höf­um laga­heim­ild til að taka þetta ein­hliða úr hill­un­um, þá er spurn­ing að heyra í birgj­un­um,“ sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í samtali við blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“