Í gær fékk DV ábendingu þess efnis að sérsveitarmenn hefðu verið með aðgerðir í Garðastræti, í miðborg Reykjavíkur. Embætti Ríkislögreglustjóra staðfesti ábendinguna og kom fram í svari við fyrirspurn að sérsveitin hafi verið á svæðinu og „aðhafðist þegar brot var framið á svæðinu í þeirra viðurvist. Hvorki var um æfingu eða útkall sérsveitar að ræða.“
Í dag fengust þær upplýsingar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að einn hefði verið handtekinn í þessari aðgerð sérsveitarinnar. Var hann færður á lögreglustöð til viðtals og síðan sleppt.
Ekki eru veittar frekar upplýsingar um málið.