fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Rússar tilkynna fyrirhugaða árás í Kænugarði – Biðla til íbúa að forða sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 16:11

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur gefið út viðvörun til íbúa Kænugarðs um fyrirhugaða árás á stofnanir í borginni. Um er að ræða byggingu sem húsir leyniþjónustu Úkraínu (SBO) og það sem kallað er PSO miðstöðin (72nd Center for Information and Psychological Operations – PSO).

„Til að koma í veg fyrir upplýsingaárásir gegn Rússum mun Kænugarður verða fyrir hárnákvæmum vopnum,“ segir í yfirlýsingu samkvæmt rússneska miðlinum TASS. Eins er biðlað til íbúa í nágrenni þessar stofnanna að yfirgefa heimili sín.

Talið er að þarna séu Rússar að vísa til fjarskiptastöðva.

Clarissa Ward hjá CNN segir að þessi aðgerð komi ekki á óvart.

„Þetta kemur ekki á óvart því fólk hefur verið að búa sig undir aukna hörku í innrás Rússa. Þar til núna hafa flestar árásir beinst að jaðri borgarinnar. En nú virðist sem að átökin séu að færast í átt að miðborginni eins og margir hafa óttast.“

Rúmlega 60 km löng bílalest er nú komin að jaðri Kænugarðs samkvæmt gervihnattarmyndum. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að innrás þeirra beinist ekki að óbreyttum borgurum og innviðum í landinu en samfélagsmiðlar, gervihnettir og staðsetningartæki hafa sýnt fram á annað.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er áætlað að minnst 102 óbreyttir Úkraínubúar hafi látið lífið í átökunum og minnst 304 séu særðir, en talið er raunveruleg tala sé mun hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki