fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Páll segir að Arnbjörg hafi gefið upp afstöðu sína í málinu fyrirfram – „Dómgreindarleysi að taka málið að sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 11:30

Páll Steingrímsson og Samherji. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í gær að ráðgerðar yfirheyrslur lögreglu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni á Stundinni, væru ólögmætar, sem og sú ráðstöfun og gefa honum stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglustjórans á Norðulandi eystra í þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, og afritun gagna af símanum. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Sjá einnig: Aðgerðir lögreglu gegn Aðalsteini dæmdar ólöglegar

Telur niðurstöðuna hafa verið fyrirséða

Páll Steingrímsson skipstjóri birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hann lýsir yfir þeirri skoðun sinni að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg og það hafi verið dómgreindarleysi af  dómara málsins, Arnbjörgu Sigurðardóttur, að taka málið að sér. Fullyrðir Páll að Arnbjörg hafi áður gefið upp afstöðu sína í málinu.

„Þegar ég skrifaði færslu hér þann 19. febrúar síðastliðinn þá skrifaði ég meðal annars: „Eina sem gæti toppað þetta er ef kona Loga Más Einarssonar formanns Samfylkingarinnar [Arnbjörg Sigurðardóttir] yrði dómari í þessu máli.“  Það hvarlaði varla að mér að sú yrði raunin að hún myndi sýna af sér það dómgreindarleysi að taka málið að sér, þar sem hún hafði skýrlega greint frá sinni afstöðu í viðurvist þó nokkurra aðila þegar málið bar á góma. Niðurstaðan í kjölfarið var þar af leiðandi mjög fyrirséð.“

Páll gerir athugasemdir við þá ályktun dómarans að ekki væri um það deilt að efnið úr síma hans sem nýtt var í fréttaskrif hafi átt erindi til almennings. Hann hafi ekki svarað fréttaflutningnum og kosið að tjá sig ekki um málið vegna rannsóknar lögreglu:

„En eins og ég hef sagt ykkur, þá tók ég ákvörðun síðastliðið vor um að tjá mig ekki opinberlega um áróður einstakra fjölmiðlamanna heldur lagði ég það í hendur lögreglunnar að rannsaka málið.

Nú get ég hins vegar ekki skilið orð héraðsdómarans öðruvísi en svo að ég hefði betur átt að byrja á að hlaupa í fjölmiðla og ásaka fólk um glæpsamlegt athæfi og láta dómstól götunnar um að dæma í stað þess að leggja það í hendur réttarvörslukerfisins sem starfar á grundvelli og í samræmi við lögin í landinu.

Gekk dómarinn meira að segja svo langt að fullyrða að ekki væri um það deilt að frásagnir blaðamannanna um samtöl mín ættu erindi við almenning. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei svarað þeim því eins og áður hefur komið fram þá  gaf ég það út að ég myndi ekki tjá mig á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Þögn er ekki sama og samþykki þegar svo stendur á. En er dómarinn virkilega að mælast til að ég hefði átt að byrja í fjölmiðlum áður en ég leitaði til lögreglu?“

Páll bendir á að það hafi komið fram í þinghaldinu að Aðalsteinn hafi aðeins fengið sendan hluta af umræddum gögnum úr síma hans. Þar af leiði að innsýn hans inn í rafræn samskipti Páls sem hér um ræðir hafi verið brotakennd og takmörkuð. Hann hafi því fyllt upp í eyður og eignað Páli viðmælendum hans ásetning og fyrirætlanir:

„Ég fylgdist með dómþinginu og hlustaði á lögmann Aðalsteins Kjartanssonar staðhæfa að Aðalsteinn hefði ekki haft öll gögnin undir höndum heldur aðeins fengið sendan „hluta“ þeirra. En í þessu felst auðvitað staðfesting lögmannsins á því að Aðalsteinn hafi eingöngu haft afar takmarkaða og brotakennda innsýn í samskipti mín. Hefur hann því sjálfur óhjákvæmilega fyllt út í eyðurnar og gert mér og öðrum upp fyrirætlanir og ásetning, og jafnvel gengið svo langt að halda því fram að Samherji starfræki sérstaka deild til höfuðs blaðamönnum. Slíkur skilningur á brotum úr samtölum byggir eingöngu á hugmyndaflugi Aðalsteins og samverkamanna hans. Er mér því fyrirmunað að skilja hvernig dómari getur fullyrt að efni eigi erindi við almenning þegar hann mér vitanlega hefur aldrei séð efnið, aðeins brotakenndar glefsur í túlkun blaðamannanna. Ég hreinlega velti fyrir mér hvort dómarinn hafi ekki hlustað á sama lögmann og ég?“

Páll segist hafa fulla trú á að málið fari eðlilega leið þrátt fyrir „sláandi niðurstöðu“ í héraðsdómi.

Pistill Páls í heild sinni

Kæru ættingjar, vinir og samstarfsmenn

Ég skil vel gremju ykkar með niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra. Þegar ég skrifaði færslu hér þann 19. febrúar síðastliðinn þá skrifaði ég meðal annars: „Eina sem gæti toppað þetta er ef kona Loga Más Einarssonar formanns Samfylkingarinnar yrði dómari í þessu máli.“  Það hvarlaði varla að mér að sú yrði raunin að hún myndi sýna af sér það dómgreindarleysi að taka málið að sér, þar sem hún hafði skýrlega greint frá sinni afstöðu í viðurvist þó nokkurra aðila þegar málið bar á góma. Niðurstaðan í kjölfarið var þar af leiðandi mjög fyrirséð.

En eins og ég hef sagt ykkur, þá tók ég ákvörðun síðastliðið vor um að tjá mig ekki opinberlega um áróður einstakra fjölmiðlamanna heldur lagði ég það í hendur lögreglunnar að rannsaka málið.

Nú get ég hins vegar ekki skilið orð héraðsdómarans öðruvísi en svo að ég hefði betur átt að byrja á að hlaupa í fjölmiðla og ásaka fólk um glæpsamlegt athæfi og láta dómstól götunnar um að dæma í stað þess að leggja það í hendur réttarvörslukerfisins sem starfar á grundvelli og í samræmi við lögin í landinu.

Gekk dómarinn meira að segja svo langt að fullyrða að ekki væri um það deilt að frásagnir blaðamannanna um samtöl mín ættu erindi við almenning. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei svarað þeim því eins og áður hefur komið fram þá  gaf ég það út að ég myndi ekki tjá mig á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Þögn er ekki sama og samþykki þegar svo stendur á. En er dómarinn virkilega að mælast til að ég hefði átt að byrja í fjölmiðlum áður en ég leitaði til lögreglu?

Ég fylgdist með dómþinginu og hlustaði á lögmann Aðalsteins Kjartanssonar staðhæfa að Aðalsteinn hefði ekki haft öll gögnin undir höndum heldur aðeins fengið sendan „hluta“ þeirra. En í þessu felst auðvitað staðfesting lögmannsins á því að Aðalsteinn hafi eingöngu haft afar takmarkaða og brotakennda innsýn í samskipti mín. Hefur hann því sjálfur óhjákvæmilega fyllt út í eyðurnar og gert mér og öðrum upp fyrirætlanir og ásetning, og jafnvel gengið svo langt að halda því fram að Samherji starfræki sérstaka deild til höfuðs blaðamönnum. Slíkur skilningur á brotum úr samtölum byggir eingöngu á hugmyndaflugi Aðalsteins og samverkamanna hans. Er mér því fyrirmunað að skilja hvernig dómari getur fullyrt að efni eigi erindi við almenning þegar hann mér vitanlega hefur aldrei séð efnið, aðeins brotakenndar glefsur í túlkun blaðamannanna. Ég hreinlega velti fyrir mér hvort dómarinn hafi ekki hlustað á sama lögmann og ég?

Þrátt fyrir sláandi niðurstöðu fyrir héraðsdómi hef ég fulla trú á að réttarkerfið bregðist rétt við og málið fái að fara  eðlilega leið  í réttarkerfinu og hef fulla trú á að Landsréttur muni snúa þessum úrskurði við. Eða er mér ætlað að sætta mig við að menn sem ég hef átt í opinberri deilu við geti tekið við símanum mínum og afritað hann á meðan að ég ligg í öndunarvél á gjörgæslu og berst fyrir lífi mínu, og dreift upplýsingum úr honum að eigin vali og vistað þar sem þeim sýnist einfaldlega af því að þeir eru blaðamenn? Telja þessir sömu blaðamenn sig hafna yfir lög? Ég er þrátt fyrir allt borgari í þessu landi sem varð að þola það að fólk mér óvinveitt tók síma minn og afritaði öll mín persónulegu gögn úr honum.

Að endingu vil ég segja að ég er djúpt snortinn yfir öllum þeim fallegu skilaboðunum sem ég hef fengið. Óvæginn og rætinn fréttaflutningur af því sem fram fór í dómþinginu var börnum mínum afar erfiður og ég vildi óska að fjölmiðlar gættu hófs í orðum sínum. Þetta mál snertir mun fleiri en mig einan.

Einn til að létta lund og ég vona þó að hann særi engin viðkvæm blóm. Sjáið þið fyrir ykkur núverandi útvarpsstjóra við langborð með alla sína helstu yfirmenn sér til sínhvorrar hliðar og segja að hann geti ekki skipað nýjan fréttastjóra fyrr en hann viti í hverja Páley lögreglustjóri hringi EKKI. Hann vissi þó að réttast væri að ráða mann sem sagði þessi fleygu orð: Það er ljótt að stela.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna