Mannréttindadómstóll Evrópu ákvað í dag að biðla til rússneskra yfirvalda að hætta að beina árásum sínum gegn óbreyttum borgurum og eins gegn mikilvægum innviðum á borð við skóla og sjúkrahús sem og íbúðahverfum og sjúkrabifreiðum.
Eins er óskað eftir því að Rússar taki á sig að tryggja öryggi heilbrigðisstofnana, heilbrigðisstarfsmanna og sjúkrabifreiða á þeim svæðum þar sem átök geisa.
Um er að ræða viðbragð við beiðni frá Úkraínu um að taka bregðast við „gífurlegum mannréttindabrotum sem rússneski herinn er að fremja í hernaðaraðgerðum sínum gegn yfirráðasvæði Úkraínu“
Er ríkisstjórn Rússlands er beðin um að tilkynna dómstólnum eins fljótt og auðið er hvaða aðgerðir hún hefur ráðist í til að tryggja að farið sé eftir Mannréttindasáttmálanum.