Forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Mishustin, sagði á fundi ríkisstjórnar Rússlands í dag að í bígerð sé forsetaúrskurður sem mun banna vestrænum fyrirtækjum að yfirgefa fjárfestingar sínar í landinu.
Um er að ræða viðbrögð við efnahagsstöðunni í Rússlandi í kjölfar þeirra þvinganna sem að þeim hefur verið beint vegna innrásarinnar í Úkraínu.
„Í þessari stöðu efnahagsþvingana eru erlendir fjárfestar neyddir til að taka ákvarðanir sem byggjast ekki á efnahagslegum áhyggjum heldur á pólitískum þrýstingi,“ sagði Mishustin.
Fyrirtæki vesturlanda hafa í hrönum sagt reynt að losna undan tengslum við Rússland undanfarna daga. Má þar nefna fyrirtæki sem hafa fjárfest í rússneskum olíufyrirtækjum á borð við Shell, BP og Equinor.
„Við reiknum með að þeir sem hafa fjárfest í landinu okkar geti haldið áfram þeirri vinnu. Ég er viss um að þrýstingnum frá þvingununum verði aflétt og þá muni þeir sem, hafa ekki dregið úr umsvifum sínu í landi okkur og hafa ekki fallið fyrir slagorðum erlendra stjórnmálamanna, þeir muni vinna,“ sagði Mishustin.
Hann sagði ennfremur að stöðugt séu fleiri og fleiri rússnesk fyrirtæki að verða fyrir barðinu á þvingununum og að stjórnvöld í Rússlandi verði að styðja við þau. Nú mun vera áformað að verja um einni billjón rúbla til að kaupa hluti í rússneskum fyrirtækjum eftir hrun þeirra í verði undanfarna daga.