Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í gær myndbönd af árásum flughersins á rússneskar bílalestir í landinu. Að þeirra sögn sýna myndböndin árásir á tugi bifreiða og brynvarða vagna í eigu rússneska hersins. Mun árásin hafa átt sér stað í Malyn, um 100 kílómetra norðan við Kænugarð en Rússar herja nú af miklum mætti á borgina.
Um tyrkneska dróna af gerðinni Bayraktar TB2 er að ræða sem Tyrkir seldu Úkraínumönnum árið 2019.
Flugher Úkraínu segist hafa grandað tugum bifreiða og þar á meðal Buk-M1-2 eldflaugakerfi sem notað er gegn flugvélum.
#BayraktarTB2‘nin Malyn bölgesindeki Rus zırhlı konvoyunu ve BUK Hava Savunma Sistemini imha ettiği anlar. pic.twitter.com/LUO2DTM4zA
— Clash Report (@clashreport) February 27, 2022
Þá birtu Úkraínumenn fleiri myndbönd sem þeir segja að séu frá árásum Úkraínumanna á hersveitir Rússa í syðri hluta Úkraínu, eða nálægt borginni Kherson.
Haft er eftir Valery Zaluzhny, hershöfðingja Úkraínumanna, að Bayraktar drónarnir séu að bjarga úkraínskum lífum, og lét hann beinskeitt skilaboð til Rússa fylgja með: „Velkomin til helvítis!“
Ukrayna Genelkurmay Başkanı Valery Zaluzhny verdiği mesajla #BayraktarTB2‘nin vuruş ve sonuç görüntülerini paylaştı.
„Hayat kurtaran Bayraktar neler yapıyor! Cehenneme hoş geldin!“
🗓#27Şubat pic.twitter.com/egcO0NGH03
— Clash Report (@clashreport) February 27, 2022
Baykraktar drónarnir geta flogið í um 24 klukkustundir í um 22.500 feta hæð og borið allt að 150 kílógramma eldflaug. Drónarnir eru í notkun í Tyrklandi, Úkraínu, Katar og Azerbaijan.