Stærsta flugvél heima, Antonov AN-225, hefur að líkindum verið eyðilögð í innrás Rússa inn í Úkraínu. Þessi risastóru flugvél, sem stoppaði á Keflavíkurflugvelli árið 2014 og tók þar eldsneyti, hafa Úkraínumenn kallað „Mriya“ eða drauminn.
Vélin stóð á flugvelli nálægt Kiev er hún varð fyrir árás Rússa. Er hún sögð eyðilögð en Úkraínumenn hyggjast endurbyggja flugvélina. CNN greinir frá.
„Rússar kunna að hafa eyðilag Mriya okkar. En þeir munu aldrei eyðileggja draum okkar um sterkt, frjálst og evrópskt ríki. Við munum sigra!“ segir utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, á Twitter.
Eyðilegging flugvélarinnar eru hefur ekki verið staðfest. Mriya er risastór flutningavél sem meðal annars hefur flutt búnað til 0líu- og gasvinnslu.