fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Langafabarn Krústsjovs skrifar grein í Moggann og líkir Pútín við Stalín og Maó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 12:00

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nina L. Khrushcheva er prófessor í alþjóðamálum og langafabarn fyrrverandi aðalritara sovéska kommúnistaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikita Krústjovs. Nikita ríkti í Sovétríkunum fram til ársins 1964 er Leonid Bresjneff tók við.

Nina birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún veltir því fyrir sér hvað vaki fyrir Pútin með innrásinni í Úkraínu. Nina óttast að Pútin hafi sama hugsunarhátt og harðstjórarnir Stalín og Maó sem töldu að valdi yrði einungis viðhaldið með útþenslu þess. Pútin gangi með hættulega stórveldisdrauma þar sem hann ásamt forseta Bandaríkjann og Kína sitji stórveldafund og skipti heiminum á milli sín.

„Pútín virðist hafa fallið fyr­ir sjálf­hverfri þrá­hyggju sinni um að end­ur­heimta valda­stöðu Rúss­lands með eigið greini­lega skil­greint áhrifa­svæði,“ segir Nina í grein sinni. Hún segir jafnframt að innrásin í Úkraínu hafi myndað gjá milli fyrrverandi bandamanna og Pútíns. Segir hún að innrásin muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir framtíð Rússlands:

„Sum­ir af trú­föst­ustu læri­svein­um hans á Vest­ur­lönd­um, frá for­seta Tékk­lands, Miloš Zem­an, til Vikt­ors Or­báns, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, hafa for­dæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mik­il­væg­ara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rúss­nesku þjóðina. Með villi­manns­legri árás á Úkraínu hef­ur hann fórnað ára­tuga langri fé­lags­legri og efna­hags­legri þróun og eyðilagt von­ir Rússa um betri framtíð. Rúss­land verður nú alþjóðlegt úr­hrak í ára­tugi.“

Nina segir að Pútin treysti á stuðning Kína en sá stuðningur sé alls ekki vís. Sé Pútín á leið með að gera Rússland að leppríki Kína. Grein Ninu er eftirfarandi sinni:

„Ákvörðun Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta um að fyr­ir­skipa alls­herj­ar­inn­rás í Úkraínu býður öll­um póli­tísk­um rök­um birg­inn, jafn­vel hans eig­in for­hertu ein­ræðis­legu rök­færsl­um. Með til­efn­is­lausri árás bæt­ist Pútín í flokk harðstjóra sem láta rök­hugs­un ekki aftra sér, ekki síst Jós­efs Stalíns, sem taldi að til að viðhalda valdi þyrfti stöðuga útþenslu á því. Þessi rök­semda­færsla varð til þess að Stalín framdi skelfi­leg grimmd­ar­verk gegn eig­in þjóð og olli þar á meðal hung­urs­neyð sem svelti millj­ón­ir Úkraínu­manna til bana.

Ann­ar fjölda­morðingi tutt­ug­ustu ald­ar, Maó Zedong, lýsti því yfir að póli­tískt vald yxi úr byssu­hlaupi – eða að því er virt­ist vera úr kjarn­orku­vopn­um. Maó krafðist þess að langafi minn, leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna, Nikita Khrus­hchev, af­henti Kín­verj­um kjarn­orku­vopn til þess að hann gæti á áhrifa­rík­an hátt haldið and­stæðing­um sín­um, er­lend­um og inn­lend­um, í gísl­ingu.

Aðeins slík hugs­un get­ur út­skýrt aðgerðir Pútíns í Úkraínu. Hann seg­ist vilja „af­nas­ista­væða“ Úkraínu, en merk­ing­ar­leysi þeirr­ar full­yrðing­ar ætti að vera aug­ljóst, ekki síst vegna þess að for­seti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, er gyðing­ur. Hvert er mark­mið Pútíns? Vill hann refsa NATO með því að eyðileggja hernaðar­innviði Úkraínu? Von­ast hann til að koma á fót lepp­stjórn, hvort sem er með því að skipta Zelenskí út eða með því að breyta hon­um í úkraínsk­an Phil­ippe Pétain, sam­starfs­leiðtoga Frakk­lands í síðari heims­styrj­öld­inni?

Svarið við báðum þess­um spurn­ing­um gæti verið já. En raun­veru­leg ástæða Pútíns fyr­ir inn­rás í Úkraínu er mun óraun­særri og meira ógn­vekj­andi. Pútín virðist hafa fallið fyr­ir sjálf­hverfri þrá­hyggju sinni um að end­ur­heimta valda­stöðu Rúss­lands með eigið greini­lega skil­greint áhrifa­svæði.

Pútín dreym­ir um leiðtoga­fund í anda Jalta og Pots­dam, þar sem hann og koll­eg­ar hans, Joe Biden Banda­ríkja­for­seti og Xi Jin­ping for­seti Kína, skipta heim­in­um sín á milli. Þar myndi hann og nýr bandamaður hans, Xi, vænt­an­lega taka hönd­um sam­an um að draga úr yf­ir­ráðum Vest­ur­landa – og víkka veru­lega út áhrif Rúss­lands.

Líkt og and­ófs­höf­und­ur­inn og Nó­bels­verðlauna­haf­inn Al­eks­and­er Sol­sénit­sín hef­ur Pútín lengi gefið til kynna löng­un til að end­ur­reisa rétt­trúnaðar­kirkju­ríkið Rus – grund­völl rúss­neskr­ar siðmenn­ing­ar – með því að byggja upp „Rúss­neska sam­bandið“ sem næði yfir Rúss­land, Úkraínu, Hvíta-Rúss­land og rúss­nesk menn­ing­ar­svæði Kasakst­an. Eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu fóru önn­ur fyrr­ver­andi sov­ét­lýðveldi að hafa áhyggj­ur, en eins og Pútín full­vissaði Ilham Alij­ev, for­seta Aser­baíd­sj­an, ætl­ar Rúss­land ekki að „end­ur­reisa heimsveldið að fyrr­ver­andi mörk­um keis­ara­veld­is­ins“. Það er slav­neska þjóðin, sem er óhóf­lega und­ir „þriðju lönd­um [frek­ar en stjórn hans],“ sem hann hef­ur svo mikl­ar áhyggj­ur af.

Þrátt fyr­ir viðleitni Pútíns til að upp­fylla framtíðar­sýn Sol­sénit­síns eru hernaðaraðgerðir hans í þver­sögn við hana. Jafn­vel í þjóðern­isman­íu sinni missti Sol­sénit­sín aldrei sjón­ar á grund­vall­arsiðferði. Eins hjart­an­lega og hann vildi end­ur­heimta sögu­legt Rúss­land er ómögu­legt að ímynda sér hann styðja slátrun Úkraínu­manna (og Rússa) í leiðinni. Pútín seg­ist aft­ur á móti elska Úkraínu í sömu andrá og hann skip­ar rúss­nesk­um her­sveit­um að sprengja borg­ir lands­ins.

Pútín tel­ur að Kína muni styðja hann. En eft­ir að hann hóf inn­rás­ina, aðeins nokkr­um vik­um eft­ir að hafa komið á ein­hvers­kon­ar banda­lags­samn­ingi við Xi í Pek­ing, hafa viðbrögð kín­verskra emb­ætt­is­manna verið mjög var­fær­in með ákalli um „höml­ur“.

Í ljósi þess að Pútín treysti á Kína til stuðnings við að skora heims­mynd og yf­ir­ráð Banda­ríkj­anna á hólm, myndi það ekki hafa góð póli­tísk eða stefnu­mót­andi áhrif á Xi að ljúga að hon­um. Það sem veld­ur svo mikl­um áhyggj­um er að Pútín virðist ekki leng­ur fær um þá rök­hugs­un sem ætti að stýra ákv­arðana­töku leiðtoga. Langt frá því að vera jafn­ingi er Rúss­land nú á góðri leið með að verða eins kon­ar kín­verskt lepp­ríki.

Inn­rás­in í Úkraínu hef­ur einnig myndað gjá milli fyrr­ver­andi banda­manna og Pútíns. Sum­ir af trú­föst­ustu læri­svein­um hans á Vest­ur­lönd­um, frá for­seta Tékk­lands, Miloš Zem­an, til Vikt­ors Or­báns, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, hafa for­dæmt aðgerðir hans. En, kannski enn mik­il­væg­ara, þá hafa óráðsræður Pútíns hliðsett rúss­nesku þjóðina. Með villi­manns­legri árás á Úkraínu hef­ur hann fórnað ára­tuga langri fé­lags­legri og efna­hags­legri þróun og eyðilagt von­ir Rússa um betri framtíð. Rúss­land verður nú alþjóðlegt úr­hrak í ára­tugi.

Þegar ég hringdi í vin minn í Kænug­arði til að kom­ast að því hvað væri í gangi sagði hann mér að sprengju­skýli væru opin og fólk væri líka í fel­um í neðanj­arðarlest­ar­stöðvum. „Mjög svipað og seinni heims­styrj­öld­in,“ sagði hann, áður en hann tók fram hversu und­ar­legt það væri að „maður sem tal­ar svo mikið um skaðann sem stríðið get­ur valdið skuli fara fram með stríði gegn bróðurþjóð sinni“. Svo sneri hann spurn­ingu minni að mér: „Seg þú mér hvað er að ger­ast. Það eruð þið Rúss­arn­ir sem hafið haldið áfram að kjósa þenn­an fas­ista.“

Þótt full­yrðing­in sé skilj­an­leg þá er hún ekki al­veg rétt. Það er rétt að Rúss­ar kusu Pútín í fyrstu en hafa síðan bara gef­ist upp fyr­ir valdi hans á und­an­förn­um árum vegna þess að at­kvæði okk­ar skipta ekki leng­ur máli. Sömu­leiðis er full­yrðing­in um að 73% Rússa styðji aðgerðir Pútíns í Úkraínu hreinn áróður. Þúsund­ir safn­ast sam­an í rúss­nesk­um borg­um og segja „nei við stríði“, þrátt fyr­ir fang­els­an­ir og lög­reglu­of­beldi. Í þetta sinn virðast Rúss­ar ekki lík­leg­ir til að gef­ast upp án and­mæla. Á næstu dög­um og vik­um get­ur heim­ur­inn bú­ist við mörg­um vís­bend­ing­um til viðbót­ar um að Rúss­ar vilji ekki þetta stríð.

Stalín­ismi dó ekki fyrr en Stalín gerði það. Það sama á við um Ma­ó­isma. Á þetta líka við um Pútín­isma?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna