fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka – Yfir 20,3% árshækkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% í janúar sem jafngildir 20,3% hækkun á ári. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans spilar hér stórt hlutverk en hún hefur leitt til hækkunar útlánsvaxta bankanna.

Þetta kemur fram í grein eftir Halldór Kára Sigurðarson, hagfræðing Fasteignasölunnar Húsaskjóls. Greinin birtist á Vísir.is. Mikill íbúðaskortur er og mikið þarf að byggja til að anna eftirspurninni, spilar þar flutningur fólks til landsins rullu. Framboð fer þó vaxandi og reikna má með að 3.000 fullbúnar íbúðir komi á markaðinn á þessu ári á landinu í heild en það er 40% meira framboð en í meðalári. Halldór segir:

„Frá því eftir hrun hefur fjöldi íbúa sem eru 25 ára eða eldri á hverja íbúð vaxið jafnt og þétt. Þessi þróun er ein af meginástæðunum fyrir þeim framboðsskorti sem nú ríkir. Árið 2021 markar fyrsta árið eftir hrun þar sem unnið er á skortinum. Hvort þær íbúðir sem eru í byggingu duga til að halda í við eftirspurn eða vinna á skortinum ræðst aðallega af því hverjir fólksflutningar til landsins verða.

Ef íbúum mun halda áfram að fjölga um u.þ.b. 7 þúsund manns á ári líkt og undanfarin 6 ár þá þarf að byggja um 3000 íbúðir á ári bara til að halda í við aukna eftirspurn og meira en það til að vinna á skortinum.“

Halldór segir mikilvægt að íbúðum í  byggingu fjölgi næstu árin til að koma jafnvægi á markaðinn.

Grein hans má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi