fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka – Yfir 20,3% árshækkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% í janúar sem jafngildir 20,3% hækkun á ári. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans spilar hér stórt hlutverk en hún hefur leitt til hækkunar útlánsvaxta bankanna.

Þetta kemur fram í grein eftir Halldór Kára Sigurðarson, hagfræðing Fasteignasölunnar Húsaskjóls. Greinin birtist á Vísir.is. Mikill íbúðaskortur er og mikið þarf að byggja til að anna eftirspurninni, spilar þar flutningur fólks til landsins rullu. Framboð fer þó vaxandi og reikna má með að 3.000 fullbúnar íbúðir komi á markaðinn á þessu ári á landinu í heild en það er 40% meira framboð en í meðalári. Halldór segir:

„Frá því eftir hrun hefur fjöldi íbúa sem eru 25 ára eða eldri á hverja íbúð vaxið jafnt og þétt. Þessi þróun er ein af meginástæðunum fyrir þeim framboðsskorti sem nú ríkir. Árið 2021 markar fyrsta árið eftir hrun þar sem unnið er á skortinum. Hvort þær íbúðir sem eru í byggingu duga til að halda í við eftirspurn eða vinna á skortinum ræðst aðallega af því hverjir fólksflutningar til landsins verða.

Ef íbúum mun halda áfram að fjölga um u.þ.b. 7 þúsund manns á ári líkt og undanfarin 6 ár þá þarf að byggja um 3000 íbúðir á ári bara til að halda í við aukna eftirspurn og meira en það til að vinna á skortinum.“

Halldór segir mikilvægt að íbúðum í  byggingu fjölgi næstu árin til að koma jafnvægi á markaðinn.

Grein hans má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu