fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

„Hendið frá ykkur vopnunum og farið. Ekki hlusta á yfirmenn ykkar. Ekki hlusta á áróðurinn. Bjargið lífum ykkar. Farið.“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpi þjóð sína í morgun og sagði að Úkraína hafi sýnt og sannað að þau séu engin lömb til að leika sér við heldur baráttufólk. Biðlaði hann til Evrópusambandsins að veita Úkraínu aðild eins fljótt og mögulegt sé og eins biðlaði hann til rússneskra hermanna að leggja niður vopn og yfirgefa Úkraínu.

Zelenskí sagði að lengi hafi verið talað niður til Úkraínumanna og kannski þess vegna hafi þeir ekki áttað sig á hvers þeir eru megnugir.

„Og nú höfum við sýnt hvað í okkur býr. Og það veitir innblástur. Fyrir alla. Í öllum samtölum við bandamenn okkar heyri ég einlæga virðingu. Úkraína hefur sýnt heiminum hver við erum. Og Rússland hefur sýnt hvað það er orðið.“ 

Hann velti því fyrir sér hvort að rússneskir hermenn viti á annað borð hvað þeir séu að gera núna í Úkraínu. Nú þegar hafi á fimmta þúsund rússneskra hermanna fallið í valinn. Því biðlar hann til þeirra:

„Hendið frá ykkur vopnunum og farið. Ekki hlusta á yfirmenn ykkar. Ekki hlusta á áróðurinn. Bjargið lífum ykkar. Farið.“

Hann biðlaði svo til Evrópusambandsins að veita Úkraínu aðild og eins skilaði hann innilegum þökkum til þeirra fjölda ríkja sem hafa veitt Úkraínu aðstoð undanfarna daga.

Hann tilkynnti einnig að sú þungbæra ákvörðun hafi verið tekin að hleypa þeim föngum sem hafa reynslu af átökum úr fangelsum og leyfa þeim að afplána dóma sína í herþjónustu. Að lokum sagði hann:

„Þegar ég bauð mig fram til forseta sagði ég að hvert og eitt einasta okkar væri forsetinn. Því við berum öll ábyrgð á ríki okkar. Á okkar fallegu Úkraínu. Og nú kemur á daginn að hvert og eitt einasta okkar er stríðsmaður á einn eða annan hátt. Og ég hef fulla trú á því að hvert og eitt einasta okkar muni sigra.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“
Fréttir
Í gær

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“
Fréttir
Í gær

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“