fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hakkararnir ráðast á rússneska fjölmiðla og birta mynd af legstein – „Pútin er að neyða okkur til að ljúga“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 15:01

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu lýstu hakkarasamtökin og aktívistarnir Anonymous Rússlandi stríði á hendur og hafa um helgina birt myndskilaboð þar sem forseti Rússlands, Vladimir Pútín, er varaður við því að taka hakkarana ekki alvarlega.

Hakkararnir hafa svo staðið fyrir ýmsum árásum á rússlenskar vefsíður, sjónvarpsstöðva, gagnagrunna og talstöðvarkerfi. Um helgina tókst þeim til að mynda að taka yfir útsendingu sjónvarpsstöðva þar sem þeir vörpuðu myndum sem sýna stöðuna í Úkraínu í dag.

Rétt er að taka fram að Anonymous er sundurleitur hópur hakkara út um allan heim og hafa samtökin síðustu daga kallað eftir því að hakkarar sem styðja Úkraínu ráðist gegn Rússlandi, eða leggi sitt að mörkum eins og þeir geta, í nafni samtakanna.

Í gær bárust fregnir af því að þeim hafi tekist að hakka sig inn á útvarpsstöð rússneska hersins og spiluðu þar lagið Scatman sem hefur verið þekkt fyrir að fara í taugarnar á fólki síðan það kom fyrst út árið 1994.

Eins hafa hakkararnir náð að taka niður mikilvægar rússneskar vefsíður.

Nýjasta árásin tók mið að rússneskum vefmiðlum. Í stað þess að hefðbundin forsíða komi upp þegar miðlarnir eru opnaðir koma nú upp skilaboð frá hökkurunum. Um er að ræða mynd af legstein þar sem á stendur talan 5.300 sem sá fjöldi rússneskra hermanna sem er sagður hafa fallið í stríðinu til þessa.

Fyrir neðan þetta stendur á ensku: „Þessum skilaboðum verður eytt, og sum okkar verða rekin og jafnvel send í fangelsi. En við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá.

Undirskriftin var svo : „Tómlátir blaðamenn Rússlands“ en líklega eru þó skilaboðin ekki komin frá blaðamönnum þar sem neðst á síðunni má sjá merki Anonymous.

Fyrr í dag mátti sjá, auk ofangreindra skilaboða, eftirfarandi á vefsíðu fjölmiðilsins TASS þegar hann var hakkaður:

„Við hvetjum ykkur til að stöðva þessa geðveiki, ekki senda syni ykkar og eiginmenn út í opinn dauðan. Pútin er að neyða okkur til að ljúga og er að stofna okkur í hættu. Eftir nokkur ár munum við búa við aðstæður á borð við þær í Norður-Kóreu. Hvað græðum við á þessu? Að Pútín verði skráður á spjöld sögunnar? Þetta er ekki okkar stríð, stöðvum hann!“

Vefsíða TASS er þó komin aftur í loftið núna og skilaboðunum hefur verið eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi