Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram eftir kvöldi í gær en svo róaðist ástandið þegar leið á nóttina. Meðal helstu mála er að tveir karlmenn voru handteknir á sjötta tímanum í gær grunaðir um þjófnað á tölvum af hóteli í miðborginni. Tölvurnar fundust í fórum þeirra. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði síðdegis í gær grunaður um að hafa notað golfkylfur til að skemma bifreið.
Um klukkan þrjú í nótt reyndi ökumaður að stinga lögregluna af í Kópavogi en hann náðist fljótlega. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum vímuefna.
Fimm eru í fangageymslu eftir nóttina.