Meintur orrustuflugmaður í úkraínska hernum hefur nú fengið viðurnefnið „Draugurinn í Kænugarði“ á samfélagsmiðlum og telja margir að hér sé goðsögn fædd.
Sagan segir að orrustuflugmaður á flugvél af gerðinni MiG-29 hafi upp á sitt einsdæmi skotið niður fjölda rússneskra orrustuflugvéla, eða alls sex talsins á um 48 klst eftir að stríðið hófst. Þykir mörgum það þó ólíklegt þar sem um þrjátíu ára vél á að vera að ræða sem hafi aðeins takmarkað pláss fyrir sprengjuskot og því þyrfti draugurinn að vera ansi góður að miða eða hafa fengið góða hjálp við að endurhlaða vopnin, en það mun taka nokkurn tíma.
Eins hefur gengið myndskeið af orrustuflugvél í loftinu sem var sagt sýna goðsögnina skjóta niður rússneska orrustuþotu. Snopes hafa þó sýnt fram á að myndskeiðið er í reynd úr tölvuleik, en sá aðili sem deildi því fyrst í tengslum við meinta drauginn tók það þó skýrt fram með deilingu sinni á YouTube.
Þegar myndskeiðinu var svo deilt á samfélagsmiðlum var það ranglega sagt sýna drauginn í raun og veru. Síðan tók úkraínskur bloggari sig til og tók myndbandið, klippti neðan af því og birti á Facebook síðu sinni og fullyrti að þar væri um úkraínskan orrustuflugmann að ræða. Úkraínskir fjölmiðlar tóku hann á orðinu og birtu myndbandið og fullyrtu að þarna væri draugurinn sjálfur í mynd.
Þrátt fyrir ofangreint hefur draugurinn ekki verið kveðinn niður og virðist meint tilvist hans veita fólki innblástur og von. Draugurinn hefur verið hylltur á samfélagsmiðlum fyrir meint þrekvirki sín og virðast hetjusögurnar engan endi ætla að taka. Til dæmis má benda á meðfylgjandi tíst frá austur-evrópska miðlinum NEXTA frá því í dag þar sem fullyrt er að draugurinn hafi nú skotið niður 14 vélar.
⚡️The legendary Ghost of #Kyiv has already shot down 14 occupier planes. pic.twitter.com/vwfYwJUthB
— NEXTA (@nexta_tv) February 28, 2022
The legendary Ukrainian pilot of a fighter jet, named "Ghost of Kyiv," has already shot down 10 planes of Russia, Security Service of Ukraine reports. Looks like more information about him should be provided when the war ends.https://t.co/DEuKHW2jDf pic.twitter.com/zE2XeCV9RM
— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) February 27, 2022
Goðsögnin fékk svo byr undir báða vængi fyrir helgi þegar fyrrverandi forseti Úkraínu, Petro Poroshenki, deildi færslu um hana.
„Hann veitir óvinum okkar skelk í bringu og fyllir Úkraínumenn af stolti.
Hann hefur haft betur gegn sex rússneskum orrustuflugmönnum.
Með svona öfluga menn til að verja hana mun Úkraína áreiðanlega sigra.“
Í gær virtist svo endanlega staðfest að draugurinn væri til er opinber Twitter-síða Úkraínu deildi sögunni um drauginn.
„Fólk kallar hann drauginn í Kænugarði – og réttilega svo – Þessi UAF ás drottnar yfir himninum yfir höfuðborg okkar og landi og er nú þegar orðinn martröð fyrir innrásarvélar Rússa.“
En viðurnefnið ás (e. fighter ace) er veitt þeim flugmönnum sem hafa skotið niður fimm eða fleiri vélar í loftbardaga.
На фото – пілот МіГ-29. Той самий «Привид Києва».
Він викликає жах у ворогів та гордість в українців 🇺🇦
На його рахунку 6 перемог над російськими пілотами!
З такими потужними захисниками Україна точно переможе! pic.twitter.com/GJLpcJ31Si
— Петро Порошенко (@poroshenko) February 25, 2022
“Heroes get remembered, but legends never die”- Ghost of Kyiv #ghostofkyiv #Ukraine pic.twitter.com/NFxwacqGFq
— Garrett_The_Charmer (@blonde_wolf_9) February 25, 2022
Þó efast margir um tilvist draugsins og telja að hér sé líklega komin goðsögn sem úkraínsk stjórnvöld kæri sig ekki um að hrekja þar sem hún veitir fólki von og eykur baráttuandann. Eða að jafnvel sé um áróður að ræða.
Einn á Twitter skrifar:
„Þegar þú stendur andspænis ótrúlegum líkum, þá geta sögur af hetjum verið það eina sem gefur þér styrkinn til að halda áfram að berjast.
Konan með sólblómafræin, Draugurinn í Kænugarði og Snákaeyjan eru sögur sem Rússar geta aldrei sigrað.
Þetta er það sem Pútín óttast með af öllu – von.“
Nokkrir hafa tekið sig til og útbúið einkennismerki fyrir drauginn. Aðrir hafa svo tekið merkin og prentað á fatnað.
Hvort sem draugurinn er til eða ekki í raunheimum lifir hann nú góðu lífi á samfélagsmiðlum. Þar keppist fólk um að deila hetjusögum um hann með yfirlýsingum á borð við „Ég vil trúa“ og „Guð geymi drauginn“.
Some say fact, others say fiction…
Look to the sky and believe in The Ghost of Kyiv! #GhostOfKyiv #StandWithUkraine pic.twitter.com/djzAiIoeDV— Jett Mayhem (@JettMayhemXXX) February 25, 2022
The Ghost Of Kyiv is unconfirmed but it’s a very good symbol for hope pic.twitter.com/AMnVgQWHuE
— The Skin Suit Of Anxiety (@sun_of_nthng) February 25, 2022