fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Enn eitt meiðyrðamálið hjá Hugin – „Ó já, rétt er það herra misnotari“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 20:00

Huginn Þór Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. mars næstkomandi verður málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli þar sem Huginn Þór Grétarsson, útgefandi og barnabókahöfundur, stefnir barnsmóður sinni fyrir meiðyrði.

Huginn og barnsmóðir hans hafa lengi átt í forræðisdeilu. Allmargir netverjar hafa farið hörðum orðum um Hugin undanfarin ár og hefur hann stefnt fólki fyrir ýmis ummæli á Facebook og oftar en ekki haft betur. Í meiðyrðamálum er oft tekist á um það hvort ummæli sem stefnt er fyrir séu gildisdómar og falli þar með innan marka tjáningarfrelsis, eða hvort í þeim felist ásökun um ólöglegt athæfi.

Að þessu sinni er stefnt fyrir ummæli sem ná, þau elstu, fimm ár aftur í tímann. Krefst Huginn þess að samtals 14 ummæli konunnar um sig verði dæmd dauð og ómerk. Er annars vera um að ræða ummæli sem höfð voru eftir konunni í viðtali við Stundina og hins vegar ummæli hennar á samfélagsmiðlum. Meðal ummælanna eru eftirfarandi, skv. stefnu sem lögmaður Hugins hefur útbúið og lagt fram:

„Skömmu eftir komu mæðgnanna til landsins sá móðirin sig tilneydda að flytja ásamt barninu í Kvennaathvarfið eftir að barnsfaðir hennar hótaði að taka af henni barnið og vegabréf þess“

„Eftir komuna til Íslands hafði hún upplifað viðvarandi ofríki og ógn um ofbeldi af hálfu mannsins, sem reyndi meðal annars að þröngva henni til að flytja inn á heimili sitt.“

„Hversu mikið getur maður logið?! Hann virðist ekki þekkja nein takmörk.“

„Ó já, rétt er það herra misnotari.“

Í stefnunni segir að barnsmóðirin hafi einsett sér að vinna forsjármál gegn Hugin með því að bera á hann falskar sakir um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi en engar slíkar ásakanir hafi komið fram áður en sú deila hófst. Segir að hún hafi með aðstoð Kvennaathvarfsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla hafið rógsherferð gegn honum. Hafi meint ófrægingarherferð haft afar slæm áhrif á mannorð hans og er þess getið í því samhengi að Huginn sé barnabókahöfundur.

Auk ómerkingar ummæla gerir Huginn háar miskabótakröfur. Krefst hann þess annars vegar að konan greiði honum 5 milljónir í miskabætur ásamt dráttarvöxtum að liðnum mánuði frá birtingu stefnunnar og til greiðsludags. Hins vegar krefst hann þess að hún greiði honum 820 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum frá dómsuppsögudegi til greiðsludags. Ennfremur krefst hann málskostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Í gær

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“