fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Dularfulla draugaskipið í Kópavogi sokkið í sæ

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingarskipið Drakar sem legið hefur við bryggju í Hafnarfirði undanfarin ár er sokkið í sæ og marrar nú í hálfu kafi. Skipið, sem er gamalt og hrörlegt, hefur valdið bæjarbúum og gestum í Kópavogi talsverðum heilabrotum en sjónarvottur sendi DV myndir af skipinu þar sem sjá má að aðeins mastrið stendur upp úr sjónum.

Í lok október á síðasta ári greindi RÚV frá því að dularfullt víkingaskip hefði strandað við Eskines við Gálgahraun, skammt frá Bessastöðum en þá hafði skipið losnað frá festum í Kópavogi.

Í umfjöllun RÚV kom fram að víkingaskipið hefði verið smíðað í Brasilíu og verið siglt til Íslands  frá Trínidad og Tóbagó fyrir sex árum. Áætlanir voru um að nota það til að sigla með ferðamenn en ekkert varð úr þeim áformum.

Eigandi skipsins er athafnamaðurinn Kristinn Jón Gíslason, sem átti fasteignina við Bræðraborgastíg 1 sem brann til kaldra kola í júnímánuði árið 2020 með þeim afleiðingum að þrennt lét lífið.

Í stuttu samtali við RÚV í október sagði Kristinn að maður með brennandi áhuga á víkingaskipum hafi látið smíða á sínum tíma og að fyrirmyndin hafi verið sjálft Gaukstaðaskipið. Morgunblaðið greindi frá málinu í frétt frá 6. júlí 2015. Þar kemur fram að skipið var smíðað árið 2007 í Bras­il­íu eftir teikn­ingu sem hinn áhugasami maður um víkinga fékk frá norsku safni.

Í upphaflegu fréttinni var misritað að skipið hefði legið við bryggju í Hafnarfirði. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur