fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Björn Ingi í persónulegt gjaldþrot

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 16:14

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að hann sé orðinn gjaldþrota.

„Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tengjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið mér þungur baggi að bera um árabil. Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í allskonar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir. Peningar eru ekki allt og mikilvægast er að vera til staðar fyrir fólkið sitt og halda heilsu,“ skrifar Björn Ingi.

Hann segist hafa tapað öllum sínum eigum á þessu ævintýri en ætla að byrja með hreint borð, reynslunni ríkari.

„Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig. Ég ætla áfram bara að vera Björn Ingi á Viljanum, held kannski áfram að skrifa bækur, sinna ýmsu fleiru, vera allsgáður, rækta líkama og sál og taka þátt í þjóðmálaumræðunni meðan einhver nennir að hlusta á það og vona eins og aðrir að veröldin sé ekki á barmi kjarnorkustyrjaldar. Með þessari færslu vildi ég láta ykkur vita sjálfur, því það er best að koma til dyranna eins og maður er klæddur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“