Svo virðist vera sem Vladimir Pútín hafi sent þorrann af hermönnum sínum nánast allslausa til Úkraínu. Töluvert af sögusögnum hafa verið um að rússneskir hermenn séu farnir að ræna matvöruverslanir og fleiri staði til að eiga birgðir. Þá hafa birst myndbönd á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem sjá má rússneska hermenn ræna öllu steini léttara á ýmsum stöðum.
Til að mynda birti fjölmiðillinn Liveuamap myndband af rússneskum hermönnum í ránsferð í úkraínsku borginni Kharkiv. Einn netverji í athugasemdunum vekur athygli á því að Kharkiv er „rússneskasta“ borgin í Úkraínu en meirihluti íbúa hennar eru rússneskumælandi.
„Svona kemur Rússland fram við rússneskustu borg Úkraínu. Mér hryllir við að ímynda mér hvað þeir munu gera við aðrar borgir,“ segir netverjinn.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því má sjá einn hermanninn læðast í búðarkassann á meðan hinir sækja sér hinar ýmsu vörur úr versluninni.
Video: Russian marauders robbing shops in Kharkiv pic.twitter.com/sqan6jgyni
— Liveuamap (@Liveuamap) February 27, 2022
Liveuamap birti svo annað myndband af ránsferð Rússa í banka á Kherson svæðinu. Dregin er sú ályktun að um ræninginn sé ökumaður skriðdreka miðað við höfuðfat hans.
Video: Russian occupation troops robbing bank in Kherson region(judging the hat, it is tank driver) pic.twitter.com/6MRB9bjaaU
— Liveuamap (@Liveuamap) February 27, 2022