Katrín ræddi um lokun lofthelginnar í Sprengisandi en hún segir að Rússum hafi verið greint frá ákvörðuninni í morgun. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi,“ segir hún.
„Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær. Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir og þær eru líka markmiðssettar, eða hvernig sem maður orðar það, þar sem þær beinast að þessum hópi sem eru það sem við köllum ólígarkarnir, sem við vitum að eru auðvitað í kringum rússnesk stjórnvöld og Pútín.“