Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað her sínum að setja kjarnorkuvarnarsveitir sínar í viðbragðsstöðu vegna viðbragða Atlantshafsbandalagsins við innrás Rússlands í Úkraínu. Frá þessu greinir Pútín sjálfur í ávarpi sem sjónvarpað var eftir hádegi í dag.
Þessar kjarnorkusveitir sem um ræðir stjórna notkun kjarnorkuvopna, efnavopna og fleiri gereyðingarvopnum sem Rússland er með í vopnabúrinu.
„Vesturlönd eru ekki einungis að grípa til óvinalegra efnahagslegra aðgerða heldur hafa háttsettir embættismenn forysturíkja Atlantshafsbandalagsins líka leyft árásargjarnar yfirlýsingar gegn landinu okkar og því skipa ég varnarmálaráðherranum og herráðsstjóranum að setja kjarnorkusveitir rússneska hersins í sérstaka viðbragðsstöðu,“ segir Pútín í ávarpinu.