fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Guði sé lof fyrir NATO

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vald er getan til þess að fá einhvern annan til þess að gera eða láta eitthvað ógert sem hann annars myndi ekki vilja gera. Íslendingar hafa enga burði til þess að beita valdi. Herlaust smáríki með afar takmarkaða burði til þess að beita efnahagslegum þvingunum gerir engum neitt. Það hefur ekkert vald. Þess í stað ákváðum við að sækja öryggi í samstarf ríkja þar sem við lögðum til það sem við höfðum fram að færa: Hugvit, sérfræðiþekkingu og nokkra hektara á Miðnesheiði.

Íslendingar eiga allt undir að alþjóðalög, reglur og strúktúr standi. Án þeirra erum við varnarlaus, vinalaus og ein. Aðeins með því að stilla saman hagsmuni okkar við hagsmuni annarra voldugra ríkja tryggjum við öryggi okkar varanlega.

Íslendingar eiga þannig meira undir að brugðist sé harkalega við því þegar stórt og voldugt ríki þverbrýtur sjálfstæði minni þjóðar.

Öryggi okkar tryggjum við með veru í NATO. Eitthvað sem svokölluðum herstöðvaandstæðingum og stjórnmálaarmi þeirrar döpru hreyfingar hefur gengið illa að skilja í áratugi. Nú rofar kannski eitthvað til í þeim málum.

Þetta fólk, sem klappað hefur sjálfum sér á bakið í þrjá áratugi fyrir að hafa orðið fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, sjá ekki, eða kjósa að sjá ekki, að án hernaðarbandalagsins NATO væru sjálfstæðisyfirlýsingar sem Íslendingar viðurkenndu innihaldslausar með öllu.

Í dag tryggir NATO öryggi þessara þjóða, rétt eins og okkar hér á hjara veraldar.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir sem ég nefni að ofan hafa andstæðingar NATO hér á landi og í Evrópu í áratugi gert sitt allra besta til þess að veikja bandalagið innan frá. Afleiðingar þess eru nú öllum ljósar.

Samtök herstöðvaandstæðinga fordæmdu að sjálfsögðu innrásina á dögunum. Sú fordæming er í besta falli tragíkómík, enda ófriður fyrirsjáanleg afleiðing þeirra eigin stjórnmálastefnu.

Heimsmynd hernaðarandstæðinga um að halda megi refnum úr hænsnakofanum með því að biðja hann fallega um að láta hænurnar vera hlýtur nú að vera hrunin. Hvað tekur við hjá þeim ágæta félagsskap er óljóst. Ég mæli með kleinubakstri og góðri bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
EyjanFastir pennar
11.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
EyjanFastir pennar
04.01.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
03.01.2025

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda