Svo virðist vera sem friðarviðræður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu séu á döfinni. Samkvæmt Kevin Rothrock, ritstjóra rússneska fjölmiðilsins Meduza, segir frá því á Twitter-síðu sinni að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sé búinn að samþykkja að hitta talsmenn Rússlands á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands.
Þá segir Rothrock að Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sé búinn að lofa því að allt herlið Rússlands í Hvíta-Rússlandi haldi sér til hlés á meðan viðræðunum stendur og á meðan Zelenskyy ferðast fram og til baka.
„Við lifum nú í heimi þar sem Alexander Lukashenko er sá fullorðni í herberginu með Pútín,“ segir Rothrock svo.
Zelensky says he agreed with Lukashenko to meet for peace talks with Russian delegates at the border near Pripyat River. Lukashenko has given his word to ground all Russian armed forces in Belarus during the Ukrainian negotiators’ travel, talks, & return. https://t.co/unc9N4v1Sx
— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) February 27, 2022