fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Anonymous sendir Pútín skilaboð – „Bráðum muntu finna fyrir öllum mætti hakkara heimsins“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 12:31

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakkarahópurinn Anonymous birti í nótt myndbandsskilaboð sem stíluð eru á Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í myndbandinu er Pútín harðlega gagnrýndur fyrir innrásina í Úkraínu en auk þess hótar hópurinn miklum og hörðum aðgerðum gegn Rússlandi.

„Herra Pútín. Innrásin í Úkraínu hefur sýnt að ríkisstjórnin þín ber enga virðingu fyrir mannréttindum eða sjálfsákvörðunarrétti nágranna þinna,“ segir grímuklæddur maður á vegum Anonymous í upphafi myndbandsins.

Grímuklæddi maðurinn fer þá yfir stöðuna í Úkraínu og bendir til að mynda á að óbreyttir borgarar hafi fallið vegna í kjölfar innrásarinnar. „Saklaust fólk hefur látið lífið,“ segir maðurinn. „Flóttafólk flýr ofbeldið og fjöldi fólks er neyddur til að skrá sig í herinn af úkraínskum foringjum. Þetta er ljótt ástand á alla vegu en þú ert sá sem byrjaðir þetta.“

Þá talar grímuklæddi maðurinn um gagnrýni Pútín á Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið fyrir herbrölt þeirra í Miðausturlöndum. „Það er svo sannarlega sanngjörn gagnrýni en þú hefur sýnt að þú ert ekkert betri en heimsvaldastefnuríkisstjórnirnar sem þú gagnrýnir og allur heimurinn sér í gegnum áróðurinn þinn.“

Undir lok myndbandsins koma beinar hótanir frá hakkarahópnum. „Ef þú heldur áfram á þessari vegferð muntu halda áfram að missa stuðning frá íbúum Rússlands, önnur lönd munu þvertaka fyrir að vinna með þér og þú munt verða fyrir fordæmalausum tölvuárásum frá öllum heimshornum,“ segir grímuklæddi maðurinn.

Búið er að ráðast á nokkrar opinberar vefsíður Rússlands á undanförnum dögum en í myndbandinu kemur fram að það sé aðeins byrjunin. „Bráðum muntu finna fyrir öllum mætti hakkara heimsins.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna