Prófkjöri Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor lauk í dag. Tilkynnt var um úrslitin klukkan 15 í Tortuga, höfuðstöðvum Pírata í Síðumúla í Reykjavík og í beinni útsendingu á piratar.tv.
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík skipar 1. sæti í Reykjavík, Alexandra Briem 2. sæti og Magnús Davíð Norðdahl 3. sæti.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir oddviti Pírata í Kópavogi skipar 1. sæti Pírata í Kópavogi, Indriði Ingi Stefánsson 2. sæti og Eva Sjöfn Helgadóttir 3. sæti.
Efstu sætin á lista Pírata í Reykjavík skipa:
- Dóra Björt Guðjónsdóttir
- Alexandra Briem
- Magnús Davíð Norðdahl
- Kristinn Jón Ólafsson
- Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir
- Rannveig Ernudóttir
- Oktavía Hrund Jóns
- Olga Margrét Cilia
- Tinna Helgadóttir
- Kjartan Jónsson
Efstu sætin á lista Pírata í Kópavogi skipa:
- Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
- Indriði Ingi Stefánsson
- Eva Sjöfn Helgadóttir
- Matthías Hjartarson
- Margrét Ásta Arnarsdóttir
- Árni Pétur Árnason
- Kjartan Sveinn Guðmundsson
Kosning í prófkjörum Pírata á Akureyri, Hafnarfirði, Árborg og Reykjanesbæ hefjast 5. mars og lýkur 12. mars.