Alls liggja 56 sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Covid-sýktum sjúklingum fjölgar um fimm milli daga en í gær voru þeir 51.
Að sögn farstóttarnefndar spítalinn settur á neyðarstig vegna mikils fjölda Covid smitaðra einstaklinga, fárra legurýma og mikilla anna á Covid-göngudeild. Auk þess er mikill fjöldi starfsmanna í einangrun og óheyrilegt álag á heilbrigðiskerfið í heild sinni.
„Við erum að reyna að kalla alla til hvað varðar mönnun frá öðrum stofnunum. Við erum virkilega að reyna að draga til okkar fólk til þess að vinna hjá okkur,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir , starfandi forstjóri, þegar Landspítalinn var settur á neyðarstig á ný í gær.