fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hundruð þúsunda á flótta undan innrásarher Pútíns – Evrópa stendur frammi fyrir nýrri flóttamannakrísu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. febrúar 2022 13:30

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri en 50 þúsund manns hafa nú flúið stríðsátökin í Úkraínu. Þetta segir framkvæmdastjóri flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær. Segir hann jafnframt að um eitt hundrað þúsund séu nú á vergangi og að þeim muni fjölga stórkostlega á næstu dögum.

Pólska landamæraeftirlitið hefur þá greint frá því að um 29 þúsund manns hafi komið að landamærunum Póllands og Úkraínu á fimmtudag og mun fleiri en það á föstudag. Allt að tólf klukkustunda bið tók þar við flóttamönnunum sem sumir hverjir gengu tugi kílómetra. Þá höfðu í gær 26 þúsund flúið yfir til Moldóvíu og um 10 þúsund til Rúmeníu.

Á móti flóttamönnunum á pólsku landamærunum tóku bílalestir pólska hersins sem hafa verið að keyra vopn og skotfæri að landamærunum fyrir úkraínskar hersveitir sem há nú baráttu gegn innrásarher Rússa. „Við styðjum Úkraínumenn og fordæmum árásir Rússa,“ sagði pólski varnarmálaráðherrann Mariusz Blaszczak í gær. Á vegi flóttamanna urðu einnig fámennir hópar úkraínskra karlmanna sem eru á leið heim til að taka þátt í vörnum landsins. Ein milljón úkraínumanna býr í Póllandi.

Þá hafa einnig borist fregnir af fólki á leið til Úkraínu þar sem þau ætla að freista þess að ná ættingjum, vinum eða vandamönnum úr landinu.

Talið er að allt að fimm milljón Úkraínubúa gætu farið yfir til nágrannaríkja sinna á næstunni. Til samanburðar nefnir New York Times í frétt sinni um málið að Evrópa hafi tekið á móti einni og hálfri milljón flóttamanna í flóttamannakrísunni 2015.

Sá munur er þó á stöðunni þá og nú er að almenningur virðist reiðbúnari en áður til þess að leggja sitt af mörkum. Flóttamennirnir sem flúðu átök í Miðausturlöndum 2015 komu víða að luktum dyrum í Evrópu, en undanfarna daga hafa þúsundir almennra borgara staðið vaktina við landamærin og tekið á móti úkraínskum konum og börnum með teppi, heita drykki og faðmlög. Þá er lagaleg staða Úkraínumanna einfaldari en flóttamanna frá miðausturlöndum, þar sem þeim er heimil innganga í Evrópusambandslönd án vegabréfsáritunar.

Þá hafa greinendur jafnframt nefnt að bitur reynsla ríkja í Austur Evrópu af ofbeldi og kúgunartilburðum yfirvalda í Kremlin kunni að auka vilja almennings til þess að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi