fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

Buff og Dúndurfréttir slíta samstarfi við Pétur Örn í kjölfar viðtals við Elísabetu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 17:03

Pétur Örn Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gaf hljómsveiti Buff út þá yfirlýsingu að sveitin hefði slitð samstarfi við söngvara sveitarinnar, Pétur Örn Guðmundsson, oft kallaðan Pétur Jesú. Skömmu síðar birtist sambærileg tilkynning frá hljómsveitinni Dúndurfréttum sem Pétur Örn hefur starfað með.

Brottreksturinn kemur í kjölfar viðtals sem Fréttablaðið tók við Elísabetu Ormslev . Þar segir Elísabet frá því andlega ofbeldi og umsátri sem fylgdi því að vera í sambandi við tónlistarmann sér 22 árum eldri. Hún var 16 ára en hann 38 ára  þegar hún tók viðtal við hann sem part af grunnskólaverkefni.

„Ég hafði aldrei átt kærasta en vinkonur mínar höfðu aðeins verið að slá sér upp með jafnöldrum okkar. Ég varð rosalega upp með mér yfir því að maður sem var þekktur og hvað þá í tónlist, sem var eitthvað sem mig langaði að fara út í, sýndi mér áhuga,“ segir Elísabet í viðtalinu. Elísabet bjó þá hjá móður sinni og um sumarið starfaði hún í verslun í miðbænum og fór gjarnan heim til hans eftir vinnu.

„Hann var enn að drekka á þessum tíma og ég fór einu sinni niður í bæ með honum að hitta vini hans, kollega mína í dag. Ég veit alveg að þeim fannst þetta skrítið en enginn sagði þó neitt. Þeir vissu alveg hvað ég var gömul en hann náði að sannfæra þá eins og mig um að þetta væri saklaust.“ Hún laug að foreldrum og vinum og fór smáma saman að einangrast félagslega og ganga illa í skóla.

Tónlistarmaðurinn samdi lag til Elísabetar þegar hún var 17 ára eftir enn eitt rifrildið. ,,Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet en titill lagsins er nafnið hennar og textinn á vel við lýsingar hennar á sambandinu.

Pétur Örn Guðmundsson flutti lagið Elísabet i undankeppni Evróvisjón árið 2011.

Elísabet var alfarið á móti útgáfunni. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir hún og bætir við að fjölmargir hafi gert það.

„Hann hafði bara tök á mér. Ég hafði alist upp í þessu sambandi og talaði ekki við neinn.“

„En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“

„Á þessum tíma var ég farin að heyra sögur um að hann væri að sofa hjá öðrum konum en hann náði alltaf að sannfæra mig um að það væri allt í lagi, því við værum ekki par. Hann sagði að ég skildi þetta ekki vegna reynsluleysis míns og aldurs.“

Hér má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sínu í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum

Grunur um menn á Íslandi sem tengjast hryðjuverkasamtökum
Fréttir
Í gær

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“

Atli Viðar segir dóminn yfir Reyni ljúka ömurlegu tímabili í lífi hans – „Þarna er botninn. Að níðast á syrgjendum“
Fréttir
Í gær

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“

Jón Steinar móðgaðist gríðarlega út af athugasemd við athugasemd hans – „Hvernig getur þú leyft þér að segja þetta og hvert er tilefnið?“
Fréttir
Í gær

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum