Síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í gær hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þessa stundina fer fram hörð barátta um höfuðborgina Kyiv en Rússar hófu innrás í borgina í morgun.
Fjölmargir hafa velt því fyrir sér hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa Úkraínu í baráttunni og er Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, ein þeirra. Lenya hafði samband við vinkonu sína sem býr í Úkraínu og spurði hana hvernig hægt væri að hjálpa íbúum Úkraínu í baráttunni.
Lenya segir frá þessu í færslu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni en með færslunni lætur hún fylgja hlekki sem vinkona hennar frá Úkraínu sendi henni.
Fyrsti hlekkurinn sýnir hvaða svæði hafa verið hernumin í raunmynd en hlekkinn má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
“A live map of what is going on and what territory is captured”
— Lenya Rún (@Lenyarun) February 25, 2022
Annar hlekkurinn vísar á undirskriftasöfnun sem krefst þess að alþjóða bankagreiðslukerfið SWIFT loki á samskipti við Rússland.
“a petition to ban russia from Swift”:https://t.co/KFyw3sOdNg
— Lenya Rún (@Lenyarun) February 25, 2022
Þriðji hlekkurinn vísar á úkraínska fréttasíðu sem greinir frá því sem er í gangi á ensku.
“a source of information”:https://t.co/WjvxLprs9p
— Lenya Rún (@Lenyarun) February 25, 2022
Fjórði hlekkurinn vísar svo á söfnunarsíðu fyrir úkraínska herinn.
“donate for Ukrainian army”:https://t.co/o2yZhnzalK
— Lenya Rún (@Lenyarun) February 25, 2022