Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ákveðið að meina Rússlandi að taka þátt í Eurovision-keppninni í ár. Þetta er viðsnúningur hjá sambandinu en í gær tilkynntu þau að Rússar yrði boðnir velkomnir í keppnina þrátt fyrir innrásina í Úkraínu þar sem keppnin væri í eðli sínu ópólitísk. Í yfirlýsingu EBU segir:
„Þessi ákvörðun endurspeglar þær áhyggjur, að í ljósi fordæmalausrar krísunnar í Úkraínu, muni þátttaka rússneska atriðisins á þessu áru varpa rýrð á keppnina.
Áður en þessi ákvörðun var tekin ráðfærði EBU sig ítarlega við aðildarríki sín.“
Í yfirlýsingu kemur einnig fram að sambandið sé eftir sem áður ópólitískt og muni áfram vinna að því að vernda gildi þessarar menningarlegu keppni sem sé sameiningartákn þjóða og fagni fjölbreytileika í gegnum tónlist þar sem Evrópa er sameinuð á einu sviði.