Rússland hefur takmarkað aðgang landa sinna að Facebook eftir að móðurfélag miðilsins, Meta, tilkynnti að færslur rússneskra fjölmiðla verði sérstaklega auðkenndar til að sporna við upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum.
Yfirvöld í Rússlandi hafa kallað þessa aðgerð ritskoðun og saka Facebook um að brjóta gegn mannréttindum Rússa.
Í tilkynningu Meta segir að fyrirtækið ætli sér að taka ráðstafanir til að tryggja öryggi notenda sinna í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Meðal aðgerða á að koma á fót sérstakri deild sem mun leita að varhugaverðu efni og til að bera kennsl á tilraunir til að „misnota miðilinn“.
Til að sporna við dreifingu á röngum upplýsingum um ástandið í Úkraínu mun þessi deild reyna að sannreyna fréttir frá rússneskum miðlum og merkja þær sem „falskar“ ef enginn fótur reynist fyrir þeim.
Ekki hefur fengist á hreint í hverju þær takmarkanir sem Rússar hafa sett á Facebook-notkun í landinu felast en ekki er um að ræða algjöra lokun á samfélagsmiðlin.