Myndband frá Úkraínu sem New York Times fjallar um hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum en í því má sjá nýfædd úkraínsk börn upplifa fyrstu augnablik ævi sinnar í sprengjubyrgi neðanjarðar.
Nýfæddu börnin sem um ræðir voru á gjörgæslu á spítala í borginni Dnipro þegar Rússar hófu árás á borgina í gær. Ákveðið var að fara með börnin á eina af neðri hæðum spítalans þar sem útbúið var eins konar sprengjubyrgi til bráðabirgða.
Myndbandið er ansi átakanlegt og vakti mikil viðbrögð hjá netverjum sem tjáðu sig um áhyggjur sínar í athugasemdunum. „Þetta er hrikalegt,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni. „Ég hef engin orð, bara tár,“ segir svo í annarri athugasemd. „Þetta brýtur í mér hjartað,“ segir svo í ennarri athugasemd.
Þá hrósa margir hjúkrunarfólkinu í myndbandinu fyrir að hugsa um nýfæddu börnin og er þeim meðal annars líkt við ofurhetjur og engla í athugasemdunum. „Þetta fólk sem er að hugsa um börnin eru algjörlega óhræddir stríðsmenn og sannir englar,“ segir til að mynda einn netverji.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan: