fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Landsréttur staðfestir dóm yfir framkvæmdastjóra Júdósambands Íslands – Sauð upp úr fyrir utan Lebowski Bar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 15:38

Þormóður Árni Jónsson. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þormóði Árna Jónssyni, framkvæmdastjóra Júdósambands Íslands, fyrir líkamsárás. Refsingin er 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn fær Þormóður fyrir að hafa slegið frá sér er hópur dyravarða réðst á hann og hélt honum föngnum niðri í götunni á Laugavegi, fyrir utan Lebowski Bar. Sló hann til eins mannanna sem hlaut minniháttar áverka. Þormóður og lögmaður hans hafa ávallt staðhæft að um hafi verið að ræða ósjálfrátt sársaukaviðbragð og í héraðsdómi lagði lögmaður hans fram myndskeið sem átti að sanna það.

Hvorki Héraðsdómur né Landsréttur voru sammála þeirri túlkun.

Atvikið er átti sér stað á aðfaranótt 23. desember árið 2018. Þormóði var þá vísað út af Kalda Bar sem er á Klapparstíg, rétt fyrir ofan Laugaveg. Rekstrarstjóri Kalda Bars elti Þormóð út á götu og urðu hörð orðaskipti milli þeirra fyrir utan Lebowski Bar á Laugavegi. Þormóður er sagður hafa rifið í rekstrarstjórann og skellt honum upp við vegg. Þustu þá að dyraverðir frá bæði Kalda Bar og Lebowski Bar, tóku Þormóð föstum tökum og sneru hann niður í götuna. Þeir héldu honum niðri í götunni þar til lögregla kom á vettvang, setti Þormóð í járn og fór með hann burtu. Hann sat í fangaklefa fram á næsta dag, sem var Þorláksmessa, og var síðan látinn laus eftir skýrslutöku.

Dómur Héraðsdóms hafði engin áhrif á stöðu Þormóðs innan Júdósambandsins og hélt hann starfi sínu sem framkvæmdastjóri þess.

Dómana má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“