Manny Marotta, bandarískur blaðamaður, var staddur í Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið í gær. Manny ákvað að flýja yfir til Póllands og er nú kominn þangað en hann greinir frá átakanlegri ferðinni á Twitter-síðu sinni.
„Til að gera langa sögu stutta: Ég var að enda við að ganga til Póllands. Þetta var martraðakennd ferð sem tók 20 tíma um miðjan vetur,“ segir Manny í upphafi sögu sinnar sem hann deilir á Twitter-aðgangi sem hann útbjó sérstaklega til að fjalla um aðstæðurnar í Úkraínu. „Ég sá hræðilega hluti,“ segir hann svo.
Manny deilir myndum úr ferðinni á Twitter. Meðal þess sem hann deilir eru myndir af röðum bíla sem fullir eru af fólki sem freistar þess að komast úr landinu. Hann segir bílaröðina hafa náð 25 kílómetra og að margir bílanna hafi verið bensínlausir. „Nokkrir voru yfirgefnir þar sem farþegarnir ákváðu að flýja vestur á fæti eins hratt og þau gátu.“
Vehicles were backed up for 25 kilometers, many out of gas. Several were abandoned as their occupants fled west on foot as fast as possible. pic.twitter.com/XfTtR99AUH
— Ukraine Conflict Live 2022 (@UkraineLive2022) February 25, 2022
Þá segir Manny að úkraínskir hermenn hafi stöðvað bíla og rútur og gert öllum karlmönnum á aldrinum 18-60 að skrá sig í úkraínska herinn. „Á einum stað var herforingi að öskra: Segið bless við dætur ykkar, mæður og kærustur, þið verðið að snúa við og berjast við rússneska innrásarherinn!“
UA soldiers were stopping cars and busses and yanking out any man aged 18-60 to conscript in the Ukrainian Army. In one place, a commissar was shouting “say goodbye to your daughters, mothers, and girlfriends; you must turn back and fight the Russian invader!” pic.twitter.com/B61MZ48S1n
— Ukraine Conflict Live 2022 (@UkraineLive2022) February 25, 2022
Á ferð sinni hafði Manny eignast vin frá Úkraínu, hinn 24 ára gamla Max. Þau kynni urðu þó ekki löng því Max var gert að snúa við og taka þátt í stríðinu. „Ég hafði tíma til að fá númerið hjá honum áður en hann fór,“ segir Manny og lýsir svo svipnum á Max þegar hann snéri við. „Glott sem einkenndist af vantrú. Ég mun aldrei gleyma andlitinu hans.“
Manny segir þá einnig frá konu sem öskraði á hermennina að hlífa eiginmanni sínum frá herskyldunni. „Hermaður sló hana og tók eiginmanninn. Það er mikil örvænting í loftinu.“
Á leið sinni hitti Manny eldri konur sem héldu á bakpokum. Hann spurði eina þeirra hvert för þeirra væri heitið og hún svaraði að þær væru á leið til Póllands eins og hann. „Hún ætlaði sér að ganga sjálf 80 kílómetra,“ segir hann.
Þá segir Manny að hann hafi einnig séð börn á leiðinni en þau áttu erfitt með að ganga alla þessa leið. „Mörg þeirra neyddust til að ganga þessa löngu vegalengd þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað væri í gangi,“ segir hann.
Manny komst að lokum til Póllands þar sem tekið var á móti honum með heitu tei. „Þetta var lengsta og versta nótt ævi minnar. Ég er bara orðlaus,“ segir hann. „Ég er þessa stundina staddur í Póllandi þar sem tekið var á móti okkur með tei. Þetta var magnað te.“
This was the longest and worst night of my life. I’m just speechless.
Anyway I’m currently in Poland, where a welcome committee greeted us with tea. It was amazing tea. pic.twitter.com/GM1DadGXaj
— Ukraine Conflict Live 2022 (@UkraineLive2022) February 25, 2022