Birta Karen og Kári Freyr bjóða sig fram ásamt hópi af ungu fólki til stjórnarsetu í Heimdalli. Heimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og er þar með eitt stærsta aðildarfélag innan Sambands ungra sjálfstæðismanna. Birta er í baráttu við við Gunnar Smára Þorsteinsson um formannssætið en um er að ræða fyrstu baráttuna um forystu Heimdalls í 5 ár.
Sjá einnig: Gunnar Smári gefur kost á sér til formennsku
Birta Karen er nemi í grunnnámi við hagfræði í Háskóla Íslands og stefnir á útskrift úr því námi núna í vor. „Birta hefur ekki setið auðum höndum síðustu ár og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og þekkir því starfið vel,“ segir í tilkynningu frá framboði hennar.
Hún situr í stjórn og framkvæmdarstjórn SUS sem útgáfustýra og stjórnaði meðal annars umræðum í málefnahópum og var fundarritari á 46. sambandsþingi SUS er fór fram í haust. Birta var formaður Ökonomíu félags hagfræðinema innan HÍ árin 2019-2020 sem og sat í ritstjórn Stúdentablaðsins sama ár. Núna er hún starfandi forseti Vöku hagsmunafélags stúdenta innan HÍ.
Birta starfaði í fyrirtækjamiðstöð Íslandsbanka sumarið 2021 og hefur verið aðstoðarkennari í hagfræðideild í námskeiðum eins og Fjármálahagfræði 2 og Efnahagsmál í ræðu og riti.
„Það má segja að að hún hefur ekki setið auðum höndum síðustu ár og hefur tekið virkan þátt í því að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn þegar þörf hefur verið á.“
Kári Freyr er nemi í Verslunarskóla Íslands og stefnir einnig á útskrift þaðan í vor. Hann er starfandi formaður NFVÍ sem er með stærstu nemendafélögum menntaskólanema á Íslandi. Áður en hann tók við þessu embætti þá sat hann meðal annars í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu. Í dag situr hann einnig í stjórn Skrekks og í stjórn SUS og tekur virkan þátt innan þess félags. Kári hefur gegnt störfum eins og að vera jafningafræðari hjá hinu húsinu og sem leiðbeinandi á frístundaheimili.
Í tilkynningunni er rætt um það hvað Heimdallur hefur verið lítið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Síðustu 4 ár hefur Heimdallur verið í einskonar dvala og hefur ekki mikið heyrst í þeim. Hérna á árum áður voru þetta skæruliðar innan flokksins og forysta flokksins var alltaf með þau í eyrunum,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að Birta og Kári vilji efla starfið innan Heimdalls til muna. Þau segja að það sé „einstaklega mikilvægt núna“ þar sem sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti og um 30 frambjóðendur búnir að gefa kost á sér í prófkjör flokksins er fer fram 18. og 19. mars.
Í grein sem Birta skrifaði sem bar heitið „Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum“ er birtist á Vísi þann 21. febrúar síðastliðinn fer hún yfir stöðuna innan flokksins og hvað hún og fylgdarmenn vilja leggja áherslu á. Þau vilja minna flokkinn á mikilvæg frelsismál og beita þeim aðhaldi.
„Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi,“ segir meðal annars í greininni.
Listi Birtu Karenar er eftirfarandi:
Til viðbótar bjóða sex einstaklingar sig fram í varastjórn