fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki sé um innrás að ræða -„Þetta er alls ekki innrás“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var við Mik­haíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í fréttum RÚV í kvöld. „Forseti Rússlands hefur oft lýst því yfir að ekki verði ráðist inn í Úkraínu. Í morgun lásum við að það væri byrjað stríð þar. Hvað breyttist?“ spyr fréttamaður RÚV sendiherran sem svarar beittur og segir að ekki sé um innrás að ræða.

„Þetta er alls ekki innrás á yfirráðasvæði Úkraínu. Þið vitið hvaða atburðir leiddu til þessarar ákvörðunar Pútíns forseta. Hann vísaði til sérstakra aðstæðna rússneskra borgara þann 22. febrúar. Þar sagði hann frá áætlunum vegna aðstæðna í Úkraínu og fjallaði ítarlega um hvað gerst hefði í Úkraínu síðastliðin átta ár.“

Noskov er þá spurður hvort Rússland óttist þær refsiaðgerðir sem tilkynnt hefur verið um í dag. Því svarar hann neitandi. „Nei, við höfum vanist slíku og höfum lifað við refsiaðgerðir, ekki aðeins frá 2014 heldur einnig á Sovéttímanum, á áttunda áratugnum, á níunda áratugnum,“ segir hann.

„Efnahagur okkar hefur aðlagast vel refsiaðgerðum síðustu átta ára. Þessar refsiaðgerðir sem nú eru framundan gætu vissulega haft áhrif á rússneskan efnahag en ég bendi á að þær hafa meiri áhrif á ríkin sem beita þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi