Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), sem stendur fyrir Eurovision-keppninni ætla ekki að útiloka Rússlands frá þátttöku í keppninni í ár þrátt fyrir innrás landsins í Úkraínu.
Ríkissjónvarpið í Úkraínu kallað fyrr í dag eftir því að Rússlandi yrði vísað úr sambandinu og meinað að taka þátt í ár.
Í yfirlýsingu sem EBU sendi Göteborgs-Posten segir að flytjendur og teymið frá Rússlandi séu áfram velkomin í keppnina.
Í yfirlýsingu sagði: „Eurovision-keppnin er ópólitískur menningarviðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika í gegnum tónlist. Meðlimir EBU í bæði Rússlandi og Úkraínu hafa ákveðið að taka þátt þetta árið í Turin og við áformum að taka vel á móti listamönnunum frá báðum ríkjum í maí. Við munum þó halda áfram að fylgjast vel með stöðunni.“
Ríkissjónvarpið í Svíþjóð hefur fordæmt þessa ákvörðun og kalla eftir því að hún verði tekin til endurskoðunar.
Forstjóri sænska ríkissjónvarpsins Hanna Stjärne sagði í yfirlýsingu: „Ég skil vel grundvallarhugmynd Eurovision um að vera ópólitískur viðburður. En staðan í Evrópu er gífurlega alvarleg í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Þetta hefur gengið fram yfir öll mörk. Við köllum eftir því að EBU skipti um stefnu og munum fylgjast vel með vendingum í málinu.“
Rússland hefur enn ekki valið hver muni fara fyrir þeirra hönd í keppnina í ár.