fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Minnir Pútín á mikilvæga staðreynd

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 22:00

Jean-Yves Le Drian - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sendi umheiminum ógnvænleg skilaboð í ræðu sem sjónvarpað var í dag. „Hver sá sem reynir að hindra okkur eða þess þá heldur ógnar landinu okkar, fólkinu okkar, ætti að vita að viðbrögð Rússlands við því verða tafarlaus og þau munu leiða til afleiðinga sem þið hafið aldrei orðið fyrir í sögunni,“ sagði Pútín í ræðunni.

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, gerir ráð fyrir því að með þessum orðum hafi Pútín verið óbeint að hóta notkun kjarnorkuvopna. Þetta kemur fram í viðtali Le Drian við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 var Le Drian en þar var hann spurður hvort orð rússneska forsetans væru hótun.

„Já,“ svaraði Le Drian einfaldlega en svo sendi hann Pútín sjálfum skýr skilaboð. „Ég held að Vladimir Pútín verði líka að skilja það að Atlantshafsbandalagið er einnig vopnað kjarnorkuvopnum. Það er allt sem ég hef að segja um þetta mál.“

Vitað er að Bandaríkin, Bretland og Frakkland eigi kjarnorkuvopn en þau ríki eru öll meðlimir í Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkin eiga langstærsta hlutann eða um 5.500 stykki. Bretland og Frakkland eiga svo samtals rúmlega 500 kjarnorkuvopn.

Rússland býr yfir meira magni af kjarnorkuvopnum en öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til samans. Talið er að Rússland eigi yfir 6.200 kjarnorkuvopn í vopnabúrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara