fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Milljónasektir vegna lögbrota Landlæknis – Keyptu fyrir milljarða af Origo án útboðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 11:37

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða níu milljóna sekt vegna brota embættisins á lögum og reglum um opinber innkaup er fyrirtækið gekk til samninga við Origo vegna þróunar á heilbrigðiskerfinu Heklu, sem og þróun á Heilsuveru og fjarfundalausna.

Frá þessu greindi vefurinn Innherji nú í morgun og vísar í úrskurðinn sem Innherji hefur undir höndum.

Fyrirtækið Kara Connect ehf. kærði embættið til kærunefndar útboðsmála sem komst að fyrrgreindri niðurstöðu í gær. Mun Landlæknisembættið jafnframt þurfa að greiða Kara Connect 2 milljónir í málskostnað.

Segir í úrskurðinum að innkaupin án útboðs hafi numið yfir einum milljarði á fjögurra ára tímabili. Þá kemur fram að viðskiptin hafi varað árum saman og jafnvel lengur en tekið er til í úrskurðinum sjálfum.

Stofnandi Kara Connect er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi. Lögmaður fyrirtækisins, Lára Herborg Ólafsdóttir, sagði í samtali við Innherja að ljóst væri að farið hafi verið illa með almannafé svo árum skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu