fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Milljónasektir vegna lögbrota Landlæknis – Keyptu fyrir milljarða af Origo án útboðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 11:37

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða níu milljóna sekt vegna brota embættisins á lögum og reglum um opinber innkaup er fyrirtækið gekk til samninga við Origo vegna þróunar á heilbrigðiskerfinu Heklu, sem og þróun á Heilsuveru og fjarfundalausna.

Frá þessu greindi vefurinn Innherji nú í morgun og vísar í úrskurðinn sem Innherji hefur undir höndum.

Fyrirtækið Kara Connect ehf. kærði embættið til kærunefndar útboðsmála sem komst að fyrrgreindri niðurstöðu í gær. Mun Landlæknisembættið jafnframt þurfa að greiða Kara Connect 2 milljónir í málskostnað.

Segir í úrskurðinum að innkaupin án útboðs hafi numið yfir einum milljarði á fjögurra ára tímabili. Þá kemur fram að viðskiptin hafi varað árum saman og jafnvel lengur en tekið er til í úrskurðinum sjálfum.

Stofnandi Kara Connect er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi. Lögmaður fyrirtækisins, Lára Herborg Ólafsdóttir, sagði í samtali við Innherja að ljóst væri að farið hafi verið illa með almannafé svo árum skipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi