fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Joe Biden: „Pútín er árásarmaðurinn…nú þarf hann og land hans að glíma við afleiðingarnar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 19:05

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússneski herinn hefur hafið ógnvænlega árás á fólkið í Úkraínu,“ voru upphafsorð Joe Biden bandaríkjaforseta á blaðamannafundi sem hófst klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Blaðamannafundurinn er haldinn vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Biden segir Rússa hafa ráðist inn í Úkraínu án rökstuðnings og að árásin sé ónauðsynleg. „Þetta er þaulskipulögð aðgerð,“ segir hann. „Vladimir Putín hefur verið að skipuleggja þetta mánuðum saman.“

Þá nefnir hann það sem Rússland hefur verið að gera undanfarið til að undirbúa árásina. „Við höfum varað við þessu í vikur og nú er þetta að raungerast að miklu leyti eins og við bjuggumst við.“

Ljóst er að Biden fordæmir árásina en hann sendir Pútín og Rússlandi skýr skilaboð á blaðamannafundinum. „Pútín er árásarmaðurinn. Pútín valdi þetta stríð og nú þarf hann og land hans að glíma við afleiðingarnar,“ segir hann og fer svo yfir nýjar efnahagsaðgerðir sem Bandaríkin ætla að setja á Rússland.

„Ég vil vera skýr. Bandaríkin eru ekki ein í þessu,“ segir forsetinn svo og fer yfir öll löndin sem taka þátt í efnahagsaðgerðunum með Bandaríkjunum en skerða á getu Rússa til að eiga í viðskiptum með dollara, evrur, pund og jen.

Þá segir Biden að bandaríski herinn sé ekki að fara til Evrópu til þess að berjast í Úkraínu. Hann segir þó að bandaríski herinn mun að sjálfsögðu taka þátt í að vernda aðildarríki NATO ef Rússland ógnar þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu