Mörgum brá í brún í morgunsárið þegar fréttamiðlar voru opnaðir og fregnir um ástandið í Úkraínu voru lesnar. Aðrir höfðu vart sofið út af spennunni milli Rússa og Úkraínu og fylgdust með í rauntíma er fyrstu fregnir bárust í morgun þegar Vladimír Pútín forseti Rússlands tilkynnti á á þriðja tímanum í nótt að hann hefði fyrirskipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu.
Ávarp Pútíns kom í kjölfar þess að boðað var til neyðarfundar öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna sem forseti Úkraínu, Volodimír Zelensky óskaði eftir þar sem Pútín hafði neitað að ræða við hann.
Skömmu eftir tilkynningu Pútíns mátti heyra sprengingar víða í Úkraínu, en um stærstu árás eins Evrópuríkis gegn öðru er um að ræða síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Úkraínski herinn hefur tekið til varna og ljóst er að stríð er hafið í Evrópu.
Ólíkt seinni heimsstyrjöldinni er þó tilvera Internetsins og samfélagsmiðla en á samfélagsmiðlum hefur fjöldi Íslendinga brugðist við ástandinu, lýst yfir ótta, fordæmt aðgerðir Rússa og lýst yfir stuðningi með Úkraínu.
Hér má sjá örlítið brot af viðbrögðum Íslendinga undanfarnar klukkustundir á samfélagsmiðlinum Twitter.
Ég að lesa fyrstu frétt eftir að ég vaknaði: Fokk
Ég eftir þriggja tíma fréttalestur: Fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk fokk
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 24, 2022
Fokkfokkfokkfokkfokk
— Mia (@miathearthoe) February 24, 2022
jæja ennþá meiri ástæða til að drekka um helgina
— Bríet Píslarvottur (@thvengur) February 24, 2022
Kvíðinn og sorgmæddur yfir ástandinu í Úkraínu. Hvað þýðir þetta og hvað gerist næst? Eins og í flestum stríðum, er undirstaðan peningar, ótti og völd.
En líf óbreyttra borgara eru einskis virði í augum auðvaldsins. Ekkert meira en “collateral damage”.
Ég hata þennan heim.
— Jafet Sigfinnsson (@jafetsigfinns) February 24, 2022
Stríð eru alltaf hræðileg en það er eitthvað extra extra hræðilega ógeðslegt að fara í stríð eftir tvö ár af heimsfaraldri þegar allar þjóðir eru á viðkvæmum stað
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) February 24, 2022
Þetta er svona dagur þarsem manni líður fáránlega yfir því að vinnan manns sé að skrifa sögur sem maður ímyndar sér niður á blað á meðan veröldin í kring riðlast í beinni.
— Hildur Knútsdóttir (@hildurknuts) February 24, 2022
Sammála! Gef mér venjulega og rólega tíma takk https://t.co/UdeKShmrgQ
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) February 24, 2022
Vorum við að vakna í september 1939?
— Silja Björk (@siljabjorkk) February 24, 2022
Stríð er brostið á í Evrópu. Við lifum á sögulegum tímum og það er ekki á nokkurn hátt neitt gott um það að segja. Næstu dagar munu skipta sköpum um það hvernig næstu ár og áratugir verða.
❤️🇺🇦
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 24, 2022
Sénsinn á að Pútín stoppi á Úkraínu er 0.
Öll Austantjaldslöndin, Eystrasaltslönd, Finnland og landsvæði Lapplands er næst á dagskrá.
Þetta er gersamlega kengbilað.— Atli Viðar (@atli_vidar) February 24, 2022
No fly zone pic.twitter.com/BZLnKdfoaQ
— Henrý 🇺🇦 (@henrythor) February 24, 2022
Þetta er mannvonska í sinni hreinustu mynd https://t.co/7A2kHa5wmt
— Heiðar Ríkharðsson (@heidarkness) February 24, 2022
elska karlmenn en á svona tímum er svo erfitt að hugsa ekki um „karlmennsku” sem hættulegan og eitraðan drifkraft
— slemmi (@selmalaraa) February 24, 2022
Hver er skaðlegasta @karlmennskan?
-Stríð.
— Elísa Snæ (@elisasnae) February 24, 2022
Slöppum aðeins af á að bera saman eitraða karlmennsku og Vladimir Putin full on starfandi sækópata til tuga ára
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 24, 2022
Hvernig virkar stríð þegar árásaraðilinn á 6200 kjarnorkusprengjur? Það að Ísland selji þeim ekki Makríl er líklega ekki að fara að gera gæfumuninn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 24, 2022
Ég treysti á mitt fólk á alþingi @gislio og @Lenyarun að hafa hátt og skera í gegnum meðvirknisvirkið sem alþingið okkar er.
Afstaðan þarf að vera mjög skýr:
Við stöndum sameinuð gegn Rússum.
Við stöndum sameinuð með Úkraínu.
— Ingi Bekk (@ingibekk) February 24, 2022
Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022
Hvað er hægt að gera?
Frá ungmennafulltrúa Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum:
– Krefjist viðskiptaþvingana, jafn harkalegra og flaugarnar sem flugu inn í Úkraínu.
– Ekki kaupa vörur framleiddar í RUS.
– Krefjist þess að ríkisstjórnir sendi aðstoð.
– Styðja Úrkaínska herinn pic.twitter.com/QMUUjOUJzR— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) February 24, 2022
Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw
— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022
Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022
Innrás Rússlands í Úkraínu er árás á okkar gildi; virðingu fyrir alþjóðalögum, áherslu á frið og lýðræðislegar framfarir. Hörmulegt skeytingarleysi gagnvart öllu sem skapar grundvöll framfara og velsældar. Við eigum að taka fullan þátt í aðgerðum NATO og fordæma þessa framgöngu.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) February 24, 2022
Erfitt að einbeita sér í dag. Nú þurfum við að hjálpa til, hvort sem það er með viðskiptaþvingunum (sem bitnar ekki á almennum borgurum Rússlands) eða að taka við flóttafólki frá Úkraínu. Það er sameinuð samstaða með Úkraínu á Alþingi en við þurfum líka að sýna það í verki.
— Lenya Rún (@Lenyarun) February 24, 2022
Pútín hefur sýnt það og sannað að hann er sturlaður. Fólk með lága tilfinningagreind hefur ekkert að gera í hlutverki forseta.
— Brynhildur Yrsa Valkyrja tussumálaráðherra (@BrynhildurYrsa) February 24, 2022
Hversu ógeðslega óhugnalegt er að Pútín hafði sagt að öll afskipti hefðu afleiðingar sem enginn hefði kynnst áður í sögunni.
❤️Úkranía.
— Steinunn Ýr (@steinunn_yr) February 24, 2022
Hugur minn er hjá öllum í Úkraínu💔 ❤️Djöfull er Pútin illa innrættur og þessi heimur væri betri án hans.
— Þórhildur Gyða (@torii_96) February 24, 2022