Friðarsúlan í Viðey verður tendruð klukkan 20:00 í kvöld til að sýna samtöðu með Úkraínu í ljósi innrásar Rússa í landið. Þetta kemur fram í færslu sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri birti á Twitter-síðu sinni.
Í færslunni kemur einnig fram að þjóðfána Úkraínu verður flaggað bæði við Ráðhúsið og Höfða. Þá verða byggingarnar lýstar upp í fánalitum Úkraínu, bláum og gulum.
Reykjavík mun tendra Friðarsúlu @yokoono í Viðey kl 20 í kvöld til að sýna samstöðu með Úkraínu og undirstrika ákall um frið. Þjóðfána Úkraínu verður flaggað við Ráðhúsið og Höfða og byggingar lýstar upp í fánalitunum, bláu og gulu. pic.twitter.com/5t3ASmjzCs
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) February 24, 2022