fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

„Ég hélt að þetta væri allt meira mál en það var“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þetta tók allt stuttan tíma. Eftir að ég fékk boðsbréfið milli jóla og nýárs bókaði ég strax í gegnum Heilsuveru og fékk tíma mjög fljótlega eftir það. Viðmótið var alveg frábært á heilsugæslustöðinni, þetta tók bara fimm mínútur og var svo lítið mál. Það kom líka á óvart hvað niðurstöðurnar bárust fljótt og ég var sem betur fer ekki með nein merki um HPV veiruna sem getur orsakað leghálskrabbamein.“

Hægt er að bóka tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á eigin heilsugæslustöð á Heilsuveru. Einnig er hægt er að panta tíma símleiðis hjá hvaða heilsugæslustöð sem er, óski konur þess að fara á aðra stöð.

„Mér finnst mjög þægilegt að geta bókað í gegnum Heilsuveru. Ég fékk tíma daginn fyrir þessa myndatöku og var komin með niðurstöðurnar tveimur vikum seinna.“

Inga er móðir tveggja barna, fimm og sex ára. Hún bjó um árabil erlendis þar sem hún vann við fyrirsætustörf, að mestu í New York. Í dag býr hún með manni sínum og börnum á Seltjarnarnesinu. Í fjölskyldu Ingu er ekki saga um leghálskrabbamein en henni finnst mikilvægt að taka þátt í skimun.

„Þetta getur gerst svo hratt og fólk getur orðið svo alvarlega veikt ef það fær ekki meðferð fljótt. Ég þekki margar konur sem hafa fengið frumubreytingar og þurft að fara í einhvers konar aðgerðir til að koma í veg fyrir að það myndist krabbamein.“

„Ég hélt að þetta væri allt meira mál en það var og svo var þetta ekki einu sinni óþægilegt svo ég hvet ykkur stelpur til að drífa ykkur í skimun.“

Inga Eiríksdóttir fyrirsæta og fjárfestir er ein 11 kvenna sem deila persónulegri reynslusögu sinni í tengslum við hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? sem stendur yfir í febrúar. Átakið er á vegum samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en markmiðið er að minna á mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Allar frekar upplýsingar um átakið má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki