Boðað hefur verið til mótmælafundar fyrir utan rússneska sendiráðið að Túngötu 24, kl. 17:30 í dag, vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem hófst í nótt.
Það eru Rússar, búsettir á Íslandi, sem standa að mótmælunum. „Við, rússneskir ríkisborgarar sem búum á Íslandi, sem og rússnesku mælandi ríkisborgarar á Íslandi, viljum mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið á Íslandi til að sýna íbúum Úkraínu stuðning og senda ákall til rússneskra yfirvalda um að láta þegar í stað af fjandsamlegu framferði sínu í Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Andrei Menshenin, skipuleggjanda mótmælanna.