fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Þorsteinn Eggertsson áttræður – Tónleikar til heiðurs einu ástsælasta textaskáldi þjóðarinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 07:25

Þorsteinn Eggertsson. Mynd:Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Eggertsson fagnar áttræðisafmæli sínu á þessu ári. Hann fæddist í Keflavík 1942. Haustið 1957 fór hann í Héraðsskólann á Laugarvatni og þar var Ingimar Eydal bekkjarbróðir hans og síðar herbergisfélagi. Þeir félagar byrjuðu að standa fyrir skólaböllum aðra hvora helgi. Ingimar spilaði á orgel og Þorsteinn söng. Aðallega voru það bandarísk rokklög sem þeir félagar léku. Þar sem Þorsteinn heyrði ekki alltaf textana í útvarpinu byrjaði hann að semja sína eigin texta og syngja við lögin.

Eftir þátttöku í söngvarakeppni á vegum K.K. sextettsins 1960 söng Þorsteinn með hljómsveitinni í tæpt hálft ár. Hann stofnaði síðan hljómsveitina Beatniks með nokkrum vinum sínum í Keflavík.

Hann flutti síðan til Kaupmannahafnar og stundaði myndlistarnám. Hann söng með hljómsveitum þar í landi og kom meðal annars fram á sumartónleikum í Hróarskeldu 1964. Hann var byrjaður að skrifa fyrir Alþýðublaðið á þessum tíma og tók meðal annars viðtöl við Bítlana og The Rolling Stones.

Eftir að hann flutti heim 1965 gerðist hann blaðamaður og byrjaði að semja söngtexta fyrir ýmsar hljómsveitir, til dæmis Río tríó, Dáta og Hljóma. Hljómsveitunum fjölgaði svo sem og textunum og fóru þeir að skipta hundruðum og eru nú orðnir um eitt þúsund.

Meðal þeirra texta sem Þorsteinn hefur samið eru:

Ljúfa líf

Glugginn

Ég elska alla

Heim í Búðardal

Fjólublátt ljós við barinn

Lífsgleði

Dans, dans, dans

Söngur um lífið

Matti Matt og Heiða Ólafs munu flytja þessi lög og fleiri í Salnum í Kópavogi á föstudaginn klukkan 20. Þorsteinn mun sjálfur segja sögurnar á bak við textana og rifja upp eftirminnilega tíma úr tónlistarsögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi