fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Skúli í Subway blandar „svarta genginu“ í málið – „Lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 16:38

Skúli Gunnar Sigfússon og Stefán Geir Þórisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður sem gjarnan er kenndur við Subway, ræðst harkalega á lögmanninn Stefán Geir Þórisson í grein sem birtist í dag á Vísir.is. Nýlega var greint frá því að Stefán Geir er einn þriggja Íslendinga sem sækjast eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Íslands. Skúli rifjar upp að árið 2017 hafi kona greint frá því að hún hafi kært Stefán Geir og annan mann fyrir frelsissviptingu og sagði þá hafa neitað að hleypa sér út úr herbergi fyrr en hún skrifaði undir uppsögn sem forstjóri Tals.

„Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri,“ skrifar Skúli.

Konan skrifaði pistil um málið í Kjarnann árið 2017 en lýsti þar atburðum sem hún sagði hafa átt sér stað árið 2009. Stundin greindi síðan frá því að mennirnir, sem voru nafnlausir í pistlinum hennar, væru Stefán Geir og Jóhann Óli Guðmundsson kaupsýslumaður. Kærunni var vísað frá.

Skúli segir að Stefán Geir eigi að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann verði sextugur á árinu og „sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars.“

Þá bendir Skúli á að forsætisráðherra hafi falið fimm manna sérfræðinefnd til að meta hæfi umsækjendanna þriggja sem sækjast eftir dómarasæti við Mannréttindadómstólinn og nefndin hafi komist að því að allir væru jafn hæfir.

„Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi,“ segir Skúli að lokum.

Þess má geta að Sigurður Tómas var einn fimm dómara í riftunarmáli Þrotabús EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni fyrir Hæstarétti en Sjöstjarnan er innan Leiti eignarhaldsfélags sem er í eigu Skúla. Sjöstjarnan tapaði málinu.

Leiti eignarhaldsfélag tapaði 431 milljón króna árið 2020 samanborið við 52 milljóna tap árið 2019. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 517 milljónir en stærstan hluta þess, 471 milljón, má rekja til dóms Hæstaréttar í riftunarmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni.

EK1923 var í eigu Skúla en lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri þess og hafa þeir um árabil tekist hart á í tengslum við uppgjör á þrotabúi EK1923.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi