fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Öllum takmörkunum aflétt

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 13:20

Willum Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum takmörkunum vegna Covid-19 verður aflétt á miðnætti næstkomandi föstudag. Þetta kemur fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar.

Willum segir þá að verið sé að aflétta öllum takmörkunum bæði innanlands og á landamærunum. Hann segir afléttingar á landamærum vera miðaðar við tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en að hann hafi boðið upp á nokkrar sviðsmyndir þegar kom að afléttingum innanlands.

Willum segir að valið hafi verið um að herða, aflétta öllu eða breyta engu. Þá segir hann að ástæðan fyrir því að ákveðið var að aflétta er sú að aðgerðir séu að skila litlu miðað við útbreiðslu veirunnar.

Hann segir fólki að gæta að sér í kringum viðkvæma hópa þar sem veiran er ekki farin. Hann nefnir til dæmis að fólk geti notað grímur og haldið fjarlægð.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að full samstaða hafi verið um þessa ákvörðun innan ríkisstjórnarinnar. Þá segir hún að nú geti fólk endurheimt eðlilegt líf og að samfélagið sé komið á þann stað að hægt er að lifa með veirunni.

Dagurinn í dag minnir eflaust marga á sumardaginn í fyrra þegar tilkynnt var um afléttingu allra aðgerða, það var þó ekki endanlegt þar sem aðgerðir voru settar á aftur um haustið. Katrín vonar að það þurfi ekki að setja á aðgerðir að nýju en að það sé þó ekki útilokað að ný afbrigði komi fram sem þurfi að bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“