fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Jakob gapandi yfir markaðsmönnum og gömlum hippum – „Hvaða súrrandi firring er þetta eiginlega?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, furðar sig á andstæðingum þess að RÚV verði fært af auglýsingamarkaði. Telur hann að líkt og svo oft áður hér á landi séu sérhagsmunir að skyggja á grundvallarsjónarmið málsins.

Hann ritar um þetta á Facebook.

Sjálfstætt vandamál

Jakob segir að helstu rökin fyrir því að halda RÚV áfram á auglýsingamarkaði sé að það sé ekki gefið að auglýsingafé muni renna til annarra íslenskra fjölmiðla en RÚV.

„Sem er auðvitað rétt út af fyrir sig en er meinloka því þar er um sjálfstæða spurningu að ræða, sjálfstætt vandamál. Sem hefur ekkert með eitt eða nett að gera varðandi réttmæta gagnrýni á þessa stöðu að ríkið sé svo umsvifamikið á þessum vettvangi.“

Hann segir að hörðustu andstæðingunum þess að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði megi skipta í tvo hópa: Gamla hippa og markaðsmenn.

a) Gömlu hipparnir, hin ofurfreka ´68 kynslóð sem vill auðvitað að ekki sé hróflað við einu né neinu. Þarna er verið að reka útvarp sem er sniðið að þeirra þörfum og áhugamálum. Á kostnað okkar allra. „Hollvinirnir“. Auðvitað vilja hipparnir sem í orði kveðnu hatast við kapítalismann (sic) ekki að neinum bátum sé ruggað. Og eru þannig óvænt orðnir harðir talsmenn auglýsinga?!

b) Markaðsmenn; auglýsingagosar, birtingarhús og slíkir. Skilgetin afkvæmi markaðarins sem elska pilsfaldakapítalismann. Þessi hópur telur nú óvænt, og eru þar með komnir í jafn mikla húrrandi mótsögn við sjálfa sig og hipparnir, það hlutverk ríkisins að skapa þægilegt platform fyrir auglýsingar?!“

Hvaða súrrandi firring er þetta eiginlega

Veltir Jakob því fyrir sér hvort fólki þyki þetta í alvörunni góð og gild rök.

„Og ég spyr; hvaða súrrandi firring er þetta eiginlega?

Varðandi það að RÚV verði „bætt“ það að stofnunin fari (auðvitað) af auglýsingamarkaði; ég ætla rétt svo að vona að þeir sem þess krefjast séu að tala um nettó en ekki brúttó? Það væri nú heldur betur skondið, eða þannig, en eftir öðru, að ríkið færi í að bæta RÚV kostnað við að halda úti þessari grimmu markaðsdeild sem hefur komið sér fyrir þar innan dyra.“

Auglýsingastofur mótfallnar breytingunni

Tilefni Jakobs eru án efa frumvarp Sjálfstæðismanna sem nú liggur fyrir þinginu. Umsagnir hafa borist við frumvarpið en af þeim má lesa að einkareknir fjölmiðlar styðja frumvarpið heilshugar, á meðan Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) leggst gegn því.

Meðal þess sem kemur fram í umsögn SÍA er að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni skaða verulega auglýsendur og neytendur. Ekki er talið að breytingin muni auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar sem þýði að fjármagnið sem fer í auglýsingar á RÚV í dag muni ekki færast til hinna stöðvanna heldur líklega muni það fjármagn minnka og framleiðsla á sjónvarpsauglýsingum dragast saman.

„Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og vinsælasta efnið á RÚV fer almennt yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Sjónvarps Símans er undir 5%“

Það vex ekkert í skugganum

Í athugasemdum við færslu sína segir Jakob að ljósvakamiðlar eigi erfitt uppdráttar hér á landi vegna fyrirferðar ríkisins á þessum markaði. Hins vegar ef RÚV væri ekki lengur í samkeppni við aðra miðla þá væri kominn jarðvegur fyrir vöxt sem auglýsendur gætu svo nýtt sér.

„Það vex ekkert í skugga þessa risavaxna trés sem er að sjúga alla næringu úr jarðveginum. Ef það væri höggvið niður myndu spretta upp fleiri runnar þar sem auglýsendur geta komið sínum varningi á framfæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi