fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Spennan aukist í kringum Ísland út af Úkraínudeilunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 22:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gísladóttur, utanríkisráðherra, hefur spennan í kringum Ísland aukist vegna Úkraínudeilunnar.

„Hún hefur aukist eitthvað, við reynum að fylgjast með því og þess vegna skiptir þetta samstarf sem við erum í miklu máli, við berum ábyrgð og skyldur gagnvart t.d. Atlantshafsbandalaginu varðandi okkar loftrýmisgæslu og gistiríkjasamkomulag og þess háttar, en við eigum líka mikið undir þessu samstarfi varðandi að tryggja okkar öryggi og vita hvað er í gangi í kringum okkur. Það skiptir mjög miklu máli að við séum meðvituð um hvað er að gerast í kringum okkur. Við getum líka verið berskjölduð, það er bara þannig,“ sagði Þórdís í viðtali við Kastljós í kvöld.

Sagði Þórdís að það yrði að koma í ljós hvort viðbúnaður yrði aukinn á Keflavíkurflugvelli vegna ástandsins. „Ef það fer ákveðinn mekkanismi í gang hjá NATÓ þá getur það þýtt það að það verði einhver frekari viðbúnaður eða umsvif á Keflavíkurflugvelli.“

Þórdís sagði að Rússum væri vel kunnugt um afstöðu Íslendinga til framgöngu þeirra gagnvart Úkraínu og þeim hefði jafnvel þótt nóg um þau skilaboð. Ísland muni fylgja Evrópusambandinu hvað varðar refsiaðgerðir gegn Rússum og þær fórnir sem íslenskir aðilar gætu þurft að færa vegna þeirra aðgerða væru ekki miklar í stóra samhenginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki